Monday, December 22, 2008

22. desember

Ellefti var Gáttaþefur, aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann.
Tíminn líður og við nálgumst jólin óðfluga. Það er alltaf nóg að gera. Fór með Davíð núna í morgun í blóðprufu og fær hann úr henni á morgun sem er mjög fínt. Núna er ég að henda inn þessu bloggi svo ég geti farið að taka til hjá ömmu og afa fyrir jólin svo það sé bara búið og gert. Ég fæ svo hund kl 10 og annan kl 12 ef þau gleyma því ekki eða mæta bara ekki eins og sumir aðrir sem ég hef átt að gera :S.
Við Davíð ætlum svo að kíkja í heimsóknir til Keflavíkur og þá til Adda, ömmu Löllu og Ragga afa svo til Boggu og Svenna á leiðinni þangað en þau eru í hafnarfirði. Ég vona að ég nái að komast heim um átta leitið því mig langar svo að hitta stelpurnar og horfa á jólamynd og hafa það kósý en við sjáum hvað gerist.
Í gær kvöldi komu Bára og Ásgeir í heimsókn og við skelltum þau í labbitúr með okkur og Mola áður en við kíktum svo í bíó á Yes man með Jim Carey. Þessi mynd kom okkur svo rosalega skemmtilega á óvart og við hlógum mikið.
En nóg um það þarf að fara ða gera eitthvað af viti.
Guð geymi ykkur og blessi og varðveiti og munið það eru bara 2 dagar til jóla :D.

Kær jólakveðja Jóla Fjóla og Jóla Moli

1 comment:

Anonymous said...

Sjáumst í kvöld ;)

Kristín