Dagarnir líða eiginlega allt of hratt :S. Núna eru bara 10 dagar í að tengdó koma og 12 dagar í prófið mitt :S. Ég er orðin vel stressuð og reyni að vinna eins vel og ég get að því að klára allt svo ég geti glósað þessa vikuna og svo bara lesið yfir glósurnar í næstu viku.
Í gær fórum við davíð í bíó á Morning Glory og var það bara alveg ágætis skemmtun. Planið e að fara í IKEA þegar Davíð er búinn í vinnunni í dag þannig að ég ætla ða horfa á einn þátt og svo hella mér í að læra eins og brjálæðingur.
Annars höfum við það gott. Fengum smá leiðinlegar fréttir í gær en það verður ekki hækt að Davíð geti fengið að byrja að vinna í janúar hjá sendinefndinni. Hann á að hringja í febrúar mars og sjá hvort að það vanti manskap... er eitthvað svo hallærislegt finnst mér :S. En við vitum þó ða gunnar vill hafa hann enda talaði hann alveg endalaust lengi við yfirmann ráðninga í gær og þetta var útkoman. Þannig að við erum búin að fá leifi til að vera hjá Jóni og Riss eitthvað lengur enda eru þau bestust hver veit nema ég og Moli verðum þar þangað til Davíð kemur heim frá Íslandi ef ekkert er komið út úr þessu máli fyrir þann tíma.
En ég ætla að undirbúa lærdóminn.
Knúsar heim og Guð veri með ykkur
Fjóla og co
1 comment:
flot mynd!
Post a Comment