Ég er sein í blogginu í dag ;D en byrjaði ekki að læra fyrr en rétt eftir 10 en ástæðan fyrir því er sú að Davíð kemur hvorteðer svo seint heim í kvöld að ég get lært lengur :S.
En ég er að verða búin að búa til glósu listan minn fyrir prófið og þá er bara komið að því að lesa hann allan yfir :S en ég hef rúmlega viku til að gera það sem betur fer.
Annars fórum við hjónin í jólahlaðborð í vinnunni hans Davíðs í gær og var það alveg æðislegt. Maturinn var gerður af Íslenskum/Dönskum kokki sem býr í N.Y. og var það alveg hrillilega gott (enda borðaði ég allt of mikið ;9).
En ég hef þetta ekki lengra eins og er þar sem ég ætla að halda áfram að læra svo ég geti rumpað þessu prófi af strax á sunnudaginn eftir viku.
Knúsar og Guð veri með ykkur.
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment