Monday, December 13, 2010

13. desember

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Þá er kominn þriðji í alventu og jólin nálgast óðfluga. Við erum búin að klára allar jólagjafir fyrir fjölskyldun, thank you JESUS :D, en við náðum að klára það í gær. Við horfðum svo á Love actually en Davíð hafði aldrei séð hana og höfðum við mikið gaman af því.
En núna tekur alvaran við próflestur og vinna. Það lítur allt út fyrir að Linda komi ekki fyrr en 22 eða 23 des ef hún kemur yfir höfuð :S en það er ekkert ákveðið.
En ég þarf víst að reyna að vakna betur svo ég geti bytjað að lesa glósurnar mínar fyrir prófið en ég er að taka það á sunnudaginn líklegast bara strax um morguninn.
En hér kemur vísan um Giljagaur ;D.

giljagaur.jpg (46956 bytes)

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.


Guð veri með ykkur eins og passi upp á ykkur alltaf. Saknaðar kveðjur frá okkur


Fjóla og co

No comments: