Þetta tré sá ég á leiðinni til Davíðs um daginn.
Tíminn líður og það er kominn 11 desember sem þúðir að mér skilst að það komi jólasvein í kvöld eða hvað?
Annars er það að frétta að amma Lalla var lögð inn í gær eftir að hafa liðið yfir hana á leiðinni heim úr búðinni. Það var einhver sem hringdi á sjúkrabíl og er hún núna komin til Reykjavíkur og er á gjörgæslu en er væntanlega komin í aðgerð núna vegna heilahimnu blæðingar. Það væri vel þegið að þið mynduð biðja fyrir henni að allt gangi vel og að hún verði ekki hrædd og stressuð þar sem læknar eru ekki í uppáhaldi hjá henni.
Annars út af þessu þá er líkur á því að Linda komi kanski seina til okkar og það gæti verið að þau komi ekki (en þ.að eru minni líkur á því held ég en maður veit aldrei).
Annars verður mikið a' gera hjá okkur hjónunum í dag en það á að fara með allar dósir og flöskur, pakka niður í kassa dóti sem á að fara í geymslu og setja í ferðatösku dót sem við þurfum ekki að nota núna en ætlum að taka með til Californiu. Við ætlum svo að reeyna að fara í IKEA (þar sem við fórum ekki þarna um daginn) og kanski líka Michaels.
Heather sem er að leigja okkur kemur hingað á eftir að tæma geymsluna sína þar sem hún er búin að selja en ég veit ekki hvort við náum að hitta hana fer alveg eftir því hvenar hún kemur.
En nóg um það hér að neðan er mynd frá jólahlaðborðinu okkar um daginn njótið :D.
Knúsar og kram
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment