Þá erum við komin
i tveggja stafa tölurnar sem þýðir að tengdó, Guðlaug og Benjamín koma til okkar eftir 7 daga :D. ég er mjög spennt en á sama tíma stressuð vegna þess að það þýðir líka að ég er að fara að taka prófið mitt eftir 9 daga :S.
En við Davíð erum búin að plana að fara um helgina og versla þær jólagjafir sem eftir eru en það verða víst góð tilboð í Kohl´s og J.C. Penny um helgina sem við ætlum að reyna að notfæra okkur :D.
Annars er þetta bara það sama og venjulega lesa lesa lesa og reyna að læra allt utanað :S.
Það er búið að vera frekar mikið kalt hérna síðast liðna daga og finnst mér þeir ekki vera að hita íbúðina nóg :S.
Huksanlega fer ég og hitti Davíð þegar hann er búinn í vinnunni og við gerum eitthvað saman en ég verð að sjá hvernig mér gengur að læra.
Knúsar Fjóla og co
No comments:
Post a Comment