Monday, December 06, 2010

6. desember

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda´ í líking manns.

Þá er kominn annar í aðventu. Í gær fékk ég lista yfir það sem ég á að kunna utanað fyrir lokaprófið :S og er ég að reyna að skipuleggja tímann minn mjög vel fram að því. Davíð er að gera sig til og fara í vinnuna þannig að við moli verðum ein eftir smá stund.
Við komumst því miður ekki í bíóið í gær þar sem ég var soldið sein að klára lærdóminn minn og svo áttum við eftir að fara út í búð og borða :S, en planið er að fara í dag eða á morgun líklega samt í dag og IKEA á morgun :D. Annars ætla ég að reyna að afkasta af mér eins miklu og ég get svo ég geti byrjað sem fyrst að skipuleggja prófa undirbúning.
Ég ætla að klára bloggið mitt í dag með lítilli myndasögu af Mola ;D.

Moli: Engin viðbrögð, alverg kjurr... og svo

Moli AAAMMMMMM!!!!!!

Moli: Nei bara djók

Knúsar Fjóla og co

1 comment:

Anonymous said...

hehe skemmtinlegar myndir :D

Kristín