Sunday, December 26, 2010

26. desember

Þá er komið að því, við erum að fara að flytja :S. Í dag er pökkunar dagur en allt þarf að fara niður í töskur eða kassa. Davíð og tengda pabbi eru að ná í U Haul bílinn og svo er bara að byrja.
Ég er ekki farin að hlakka neitt rosalega til að pakka ökku niðu en það þarf víst að gera þetta.
Annars hafa jólin verið dásamleg. Í gær horfðum við að Christmas Carol sem ég fékk frá Kertasníki, við spiluðum Alias og Fibulfamb og átum á okkur gat af afgöngum og svo hangikjöti með uppstúf og alles ummm.....
Núna er ég að reyna ða skipuleggja í hausnum allt það sem þarf að pakka niður en ég er að vona að vergna þess að við erum þó nokkur hérna að þetta ætti ekki að taka allan daginn.
Á morgun erum við svo farin til Californiu :D ja eða allavegana ég, Guðlaug, Sveinbjörn og Lina en svo koma Benjamín og Davíð þann 28.
Annars þakka ég öllum hér með fyrir mig en ég er alveg í skýjunum yfir öllu því sem ég fékk og svo endalaust þakklát.
Guð veri með ykkur öllum og Gleiðileg jól :D.

Fjóla og co

3 comments:

Anonymous said...

Alltaf nóg að gera hjá þér dúlla :)
Knús og ég vona að það gangi vel að pakka ;)

Kristín

Anonymous said...

Have fun in wonderful home and kiss my kittens from me! See you soon!!

-Rissy!

Helga said...

Gangi ykkur vel í flutningunum. Frábært að þið hafið átt góð jól saman. Við borðuðum einmitt hangikjöt með uppstúfi og spiluðum Alias í dag :p
Sendi jólaknúsa