Tuesday, December 14, 2010

14. desember

stufuri.jpg (51619 bytes)

Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.


Þá er fyrsti jóla snjórinn komin hérna í N.Y. fylki :D. Ég smellti þessari í morgun en þarna er Davíð á leiðinni í vinnuna. Ég er farin að hlakka all verulega til að klára þetta plessaða próf og finn að ég nenni ekki að læra mikið meira :S.
Pabbi og mamma hringdu í gær og síndu mér pakkana sem þau eru að fara að senda með tengdó, GAMAN GAMAN :D. Ég er farin að hlakka til að eiga tíma með Davíð mínum og hafa það huggulegt þegar hann hættir í vinnunni.
Annars vorum við hérna í spennutreigju hérna í gær að horfa á Dexter. Okkur fanst reyndar öllum þeim lausu endum sem voru hafa verið aðeins of vel gengið frá þeim en málið er bara það að 4 season var svo hrillilega góð að það er MJÖG erfitt að toppa það eitthvað.
Annars er ég að koma mér í stellingar og peppa mig upp í að lesa meira en Davíð minn gleymdi að skilja eftir glósurnar sem hann prenntaði út fyrir mig í gær en það er ok ;D.
Ég ætla að enda bloggið í dag með myndum af litla prinsinum.
VIð elskum ykkur og Guð veri með ykkur alltaf.

Halló!

Hvað?

2 comments:

Davíð said...

Sorrý ástin mín að ég gleymdi að skilja glósurnar eftir!

Gangi þér vel í dag

Kolla said...

jiiiii hvað Moli er mikið krútt á myndunum :-D

Kv
Kolla