Thursday, December 23, 2010

23. desember Þorláksmessa

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. -
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

Þá er bara einn dagur til jóla :D. Í gær fórum við og áttum Manhattan dag. Við kíktum í sameinuðu þjóðirnar þar sem Linda, Guðlaug og Sveinbjörn höfðu aldrei farið þangað :D. Við kíktum svo öll saman á jólatréið á Rockefeller Center og skautasvellið en planið er að fara kanski á skauta í dag :D.
Við Davíð stungum þó af í kringum hálf 7 þar sem ég þurfti að flytja fyrirlesturinn minn í náminu mínu en það var það allra síðasta sem ég átti eftir þennan áfanga YES!!!
Það er allt að detta saman en við Davíð erum að vonast til að hafa kósý dag heima, fara svo á skauta um svona 5 og koma svo heim og hafa kósý kvöld með góðri jólamynd og æðisleg heitum. Þetta er allavegana svona drauðurinn og vonandi gengur það upp :D.
Annars eru jólin alveg að koma en tíminn líður allt of hratt finst mér það er svo mikið sem á eftir að gera :S.
Við Davíð erum annars svo þakklát og svo glöð að hafa fjölskylduna (ja allavegana helminginn) hjá okkur yfir jólin en þetta hefur ekki verið auðvelt ár fyrir neitt af okkur og mikið stress og miklar áhyggjur sem hafa legið á herðum okkar allra þá sérstaklega á Lindu vegna mömmu sinnar. Ég vona bar svo sannarlega að Guð verði með okkur yfir jólin og hjálpi okkur að eiga frábær jól þrátt fyrir allar áhyggjurnar sem fylla huga okkar þessa dagana.
Við Davíð eigum góða að en það er alveg á hreinu að við værum ekki að fara til Californiu nema vegna þess að við eigum æðislega "tengda" foreldra sem hafa hjálpað okkur svo mikið og vilja allt fyrir okkur gera. Takk fyrir allt :).
Annars bið ég bara Guð að gefa ykkur öllum frábæra Þorláksmessu og vonandi borðið þið fult af skötu fyrir mig :D.

Nokkrar laufabrauðs myndir :D

humm...

Linda sæta tók sig vel út svona líka jólalega rauð og sæt :D

Davíð að steikja :D

Öll fjölskyldan saman komin fyrir hönd Íslands :D

HA??

Guðlaug sæta mín :D

Benjamín spekingur ;9

Linda :D

Sveinbjörn :D

Davíð minn svo flottur og fínn

og ég ;D



Og þá er það jólatréið ekkert smá flott en stjarnan efst er þakin Swarovski kristöllum sem er sko ekkert grín :S.
It´s so BIG!!!!

Guð veri með ykkur öllum heima og við sendum saknaðar kveðjur héðan.

Fjóla og co

1 comment:

Anonymous said...

Æðislegar myndir :)
Gleðileg jól elsku Fjóla hafðu það sem allra best :)

Jólaknús Kristín