Saturday, December 18, 2010

18. desember

hurdaskellir.jpg (48228 bytes)

Sjöundi var Hurðaskellir,
- sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.


Þá er bara komið að því í kvöld koma Sveinbjörn, Guðlaug og Benjamín :D. Jólin eru að koma :D. Davíð átti sinn síðasta vinnudag í gær þannig að hann er kominn í jóla frí. Ég er hinsvegar að keppast við í dag að læra það sem ég get fyrir prófið sem ég ætla að taka snemma í fyrramálið :S (er alveg búin að fá ógeð af því að lesa og læra fyrir þetta próf).

Davíð minn ætlar að vera duglegur að taka til og þrífa á meðan ég les og svo þegar ég verð þreytt á lestrinum þá hjálpa ég honum væntanlega eitthvað ;D.

Við erum komin með útskýringu á dularfulla pakkanum, þetta var víst eitthvað sem Kolla var búin að gleyma að láta mig vita af :S (alveg ferleg ;D) en við sendum það til þeirra væntanlega á mánudaginn ef við meigum vera að því.

Við horfðum á finska Jólamynd í gær (samt búið að tala yfir á ensku soldið ömó) en hún var bara virkilega skemmtileg, fjallaði um hvernig jólasveininn þeirra varð til :D.

Moli var svo dásamlegur í gær kvöldi að leifa mömmu sinni að fíflast aðeins með sig að ég ætla að leifa honum að eiga loka orðið í dag, enda komin tími til ;D.


Ég virðist hafað smitað hundinn minn á öllum þessum lestri en hann ákvað að byrja á sinni fyrstu bók í gær ;D.

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessa mynd var hvað hann mynti mig á afana mína báða þá Madda og Reyni afa ;D.

Knúsar héðan og Guð veri með ykkur eins og alltaf.

Fjóla, Davíð og Moli

No comments: