Friday, December 24, 2010

24. desember Aðfangadagur jóla :D

kertasnikir.jpg (44273 bytes)

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Þá er dagurinn sem allir bíða eftir runninn upp :D. Við ætlum að hafa það huggó heima meðan við gerum matinn til, hlusta á samkomuna frá Fíladelfíu, horfa á jólamyndir og hlusta á jólatónlist.
Það verður nóg að gera enda fult af mat sem þarf að elda og undirbúa ;D.
Við fórum á skauta í gær í Central Park og VÁ hvað það var gaman :D ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi :D. Eftir skautana fórum við á Jekyll and Hyde og borðuðum.
Tengdó voru dugleg að taka myndir af okkur á skautunum þannig að ég læt þær fylgja með :D.
Annars vil ég bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og megi Guð gefa ykkur yndislega jólahátíð en það eru miklar saknaðar kveðjur héðan.

Ég soldið völt svona fyrst um sinn

Allt gengið

GAMAN!!!

ég og Davíð einhverstaðar þarna ;D

Við hjónin :D

Rómó á svellinu

Ég þorði svo að skauta ein þegar Davíð leifði pabba sínum aðeins að prófa :D

Guðlaug sæta mín

Sætu systkin ;D

og mæðginin en þau fóru að skoða vinnustaðinn hans Davíð þar sem Guðlaug og Linda höfðu aldrei farið

Við elskum ykkur og söknum svo mikið. Jóla KNÚÚS :D

3 comments:

Mamma og Pabbi said...

Sömuleiðis krúttin okkar, gleðilega hátíð og hafið það gott. Við söknum ykkar hér á Íslandinu"góða" og biðjum um bestu kveðjur til ykkar allra.
Guð blessi ykkur og Gleðileg jól!

Anonymous said...

Gleðileg jól hafið það sem allra best í dag :)

Jóla og saknaðarknús

Kristín, Sóldís, Aris og Draumey :)

Anonymous said...

Bestu óskir til ykkar allra um gleðileg jól og kærar þakkir fyrir okkur öll :)
Með jólakveðju,
Ásta, Guðjón og Sunneva Kristín