Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.
Við Davíð fengum miða á hurðina hjá okkur á laugardaginn þar sem á stóð að við ættum ábyrgðar póst á pósthúsinu. Fyrir okkur makaði þetta ekkert sens enda áttum við ekki von á neinu svoleiðis. Pakkinn var merktur mér þannig að ég varð að fara og ná í hann. Núna er ég ný kominn inn úr dyrunum þar sem ég var að ná í þennan pakka og viti menn þetta er einhver Nintendo DS leikur en við eigum enga DS leikjatölvu og við myndum aldrei vilja þennan leik hvort eð er í hana ef við ættum hana :S. Við skiljum ekkert í þessari sendingu en hún makar ekkert sens. Það er eins og pakkinn hafi verið sendur frá einhverju Asíu landi en ég get ekki séð hver í veröldinni er að senda okkur þetta með mínu nafni rét skrifað frá a F til r (fattiði ;D?).
verð að viðurkenna að ég er soldið fúl að hafa þurft að fara þessa fílu ferð enda er alveg ógeðslega kallt úti og ekki gaman að labba fram og til baka þegar það er svona kalt.
En nóg um það. Ég þarf að fara að snúa mér að lærdómnum en ætla fyrst að fá mér smá morgunmat þar sem ég hafði ekki tíma fyrir hann í morgun :S.
En annars get ég ekki beðið að klára þetta blessaða próf og er alveg búin að fá ógeð af því að lesa þessar blessuðu glósur :S en ég held ég reyni að einbeita mér að því að læra lyfin utanað í dag enda er það mest flókið og leiðinlegt :S.
Knúsar héðan og Guð veri með ykkur alltaf :D.
1 comment:
Þetta er skrýtið með pakkann?? Jæja þú ert dugleg Fjóla, gangi þér vel!
Elskum þig!
Post a Comment