Wednesday, December 21, 2011

Fréttir af okkur hér í Mosó

Jæja jólin nálgast óðfluga og það er nóg að gera. Ég er búin með prófið mitt.. YESSS, ég er búin að klára flest allar jólagjafir, en ég á eftir að skrifa einhver jólakort en Davíð er búin að taka þau flest að sér þessi jólin :S.
Núna í morgunsárið fáum við Moli til okkar í heimsókn Yorka hvolp í greiðslu en ég hlakka mikið til þess enda DREP langar mig að fara að vinna á hundasnyrtistofu :S. Ég ætla að gera hann eins sætan og ég get og hver veit nema þið fáið að sjá fyrir og eftir myndir ;D. Ég ætla líka að gera Mola minn fínan fyrir jólin fyrst að Davíð minn er búin að ná í hundasnyrti græjurnar mínar og allt er tilbúið ;D.
Ég held ég skelli mér svo út til að klára þessar jólagjafir sem eru eftir og þarf líka borða og pakka merkimiða. Spurningin er svo hvort að það sé ekki kominn tími á að versla fyrir jóladag en við erum að fá alla fjölskylduna í heimsókn, mína og Davíðs ;D.
En nóg með það ég ætla að finna til allt þetta dót sem ég þarf til að gera lítinn yorka fínann ;D.

Kær kveðja til ykkar allra

Fjóla og Moli

Wednesday, December 14, 2011

.....

Ég sé það núna ða þetta ætlar ekki að ganga hjá mér ða halda úti bloggi upp á hvern einasta dag þannig að ég reyni að hafa það bara af og til ;D.
Það helsta í fréttum er það að á mánudaginn síðasta fórum við Davíð skárum, og steiktum laufabrauð með pabba, mömmu, afa, ömmu, Hlyn og Dísu. Það gekk líka svona glimrandi vel og erum við Davíð með okkar 40 kökur tilbúnar fyrir jólin :D.
Ég er að rembast við að læra fyrir próf en er SVOOOOO ekki að nenna því. Ég er sem betur fer búin með ritgerðina, en á eftir að gera glærur fyrir fyrirlestur á sunnudaginn og svo er það bara prófið á mánudaginn ef allt gegur vel hjá mér varðandi að læra efnið.
Ég get ekki beðið að komast í jólafrí frá vinnu og skóla en það er alveg hrillilega langþráð.
Við Davíð höfum tekið þá ákvörðun að vera hjá pabba og mömmu um jólin en fáum þau til okkar á jóladag í brunch.
Annars er allt kór stress búið og gekk það bara vonum framar. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og allt gekk vel.
En ég hef svo sem ekkert meira merkilegt að segja ykkur en bara hafið það gott þar til næst ;D.

Kv Fjóla

Monday, December 05, 2011

5. desember

Jæja þá er að koma að því, Jólatónleikar Fíladelfíu eru að birja. Í kvöld var generalprufan og ég held að kórinn hafis bara staðið sig vel, eitthvað annað en á sunnudaginn sem var HORBJÓÐUR.
En á morgun verða tvennir tónleikar og svo aðrir tvennir á miðvikudaginn og þá erum við búin sem verður ágætt því það er svo nóg annað sem ég þarf að vara að gera og einbeyta mér að :S.
En ég vil bara segja þeim sme hafa áhuga að það eru enþá til örfáir miðar á tónleikana og held ég að það kosti 5.500 kr en eins og vanalega eru tónleikarnir til styrktar þeim sem minna meiga sín.
Ég bið bara Guð að vera með ykkur og fyrir þá sem komast ekki á tónleikana þá verða þeir sýndir í sjónvarpinu á aðfangadag :D.

Kær kveðja Fjóla og co

Sunday, December 04, 2011

Jólamyndir :D

Við erum búin að taka okkur verulega á í jólaskreytingunum en hér kemur brot af því sem við erum búin að gera ;D.

Herbergið okkar er orðið vel jólalegt og kósý ;D

og svo erum við búin að skreyta jólatréið okkar ;D

Davíð svo duglegur :D

Jólaþorpið okkar en það er komið nýtt hús í safnið :D


Þarna eru svo stafirnir okkar sem við fengum frá Marisu og Jóni.

Guð veri með ykkur og njótið :D.

Fjóla og co

3-4 desember

Í dag er sunnudagur sem þýðir að ég þarf að mæta í vinnuna á morgun :S... hræðilegt alveg hreint.
Það verður kóræfing á eftir kirkju í dag og ég er svona ekki alveg að nenna að fara en vonandi verður hún ekki lengri en 2 tímar. Annars erum við Davíð að plana að skreyta jólatréið í kvöld og taka til og gera allt jólalegt hérna heima :D.
Annars er voðalega lítið að frétta af okkur hérna í Klapparhlíðinni.
Ég bið bara Guð að veram með ykkur og að þið eigið góðan dag :D.

Kveðja Fjóla

Friday, December 02, 2011

2. desember

Læra... eða ekki læra... það er spurningin. Ég er svo EKKI að nenna ða byrja enda veit ég ekki almennilega hvað ég á ða byrja :S. Ég ætla nú samt að reyna að gera heiðarlega tilraun til að byrja og sjá svo hvað gerist :S. Ég samt held ég verði að leggja mig aðeinsa til að hafa eitthvað úthald í jólahlaðborðið sem er í kvöld hjá vinnunni hans Davíðs.
Annars er LOKSINS komið helgarfrí og þakka ég kærlega fyrir það. Það er mikið sem þarf að gera um þessa helgi en á sama tíma vonast ég til að hafa tíma til að gera eitthvað skemmtilegt líka ens og að fara í bíó og út að borða með pabba, mömmu, Hlyn og Dísu :D.
En nóg með það ég þarf að fara að gera eitthvað að viti :D.

Knúsar Fjóla

Thursday, December 01, 2011

1. desember


Loksins loksins er kominn desember :D. Vá hvað ég var glöð þegar ég sá jólasnjóinn falla þegar ég var mætt í vinnuna og fólk kom inn alveg þakið í snjó :D.
Ég ætla að reyna að halda mig við gamla hefð og tjá mig eitthvað á hverjum degi fram að jólum. Ég sit núna hérna heima að drepast úr harðsperrum á meðan Davíð setur saman hurðar á skápin okkar og festir botn á þvotta skápinn okkar.
Í dag fór bíllinn okkar í skoðun þar sem við erum nokkuð viss um að dempararnir séu farnir að aftan en vonandi fáum við tíma sem fyrst fyrir hann svo að það sé bara hækt að kippa þessu í liðinn.
Ég er búin að vera að skrifa ritgerð fyrir skólann minn en ritgerðin er um Hreinrægtaða hunda og heilsufarsleg vandamál sem þeir þjást af sem er nú ekki stuttur listi skal ég segja ykkur :S. Annars er svo mikið að gera að ég veit oft ekki hvar ég á að biðrja. Ég ætla að reyna að klára ritgerðina mína í næstu viku sem verður ekki auðvelt þar sem ég verð að syngja á tónleikum á þriðjudag og miðvikudag og svo er æfing á sunnudaginn og generalprufa á mánudaginn :S. Ég ætla bara að taka mér góðann tíma í að læra á laugardaginn ;D.
En ég og Moli fórum út að labba í kvöld og var hann alveg í skýjunnum þar til honum fór að verða kalt og þá ætlaði hann bara að snúa við og fara heim sama hvort ég kæmi með eða ekki ;D... tíbískur Moli.
En ég segi þetta bara gott eins og er og bið Guð ávalt um að vera með ykkur.

Kveðja Fjóla

Tuesday, November 29, 2011

Moli í tannhreinsunn og tann töku :S

Elsku litla músin okkar fór AFTUR í tann hreinsunn og tann töku í dag 6 mánuðum eftir að hann fór fyrst. Hann var alveghrillilega út úr heiminum þegar ég kom og náði í hann áðan enda ekki auðvelt að ganga í gegnum svæfinguna. Hann er alveg rosalega þreyttur núna og ég má helst ekkert fara frá honum þannig að við erum bara hérna saman uppi í rúmmi að halda á hvort öðru hita.
Ástæðan fyrir þessari tannhreinsunn er eiginlega bara út af einni tönn sem var farin að líta mjög illa út og tannholdið í kringum tönnina var orðið eldrautt sem gefur náttúrtulega bara til kynna að það er einhver pirringur í kringum hana. En vonandi þarf hann bara aldrei að fara aftur ef við stöndum okkur í burstuninni og að fylfhast vel með honum.
Endilega hafið hann í bænum ykkar að hann komist fljótt yfir þetta allt saman.

Guð veri með ykkur Fjóla og slappi Moli

Monday, November 14, 2011

Jæja góðann DAGINNN!!!!!!!!!!!!!

Ég held ég hafi bara aldrei verið svona léleg að blogga :S. En eins og þið flesti vitið erum við flutt í Mosfelsbæinn og mér finnst það GEGJAÐ :D. Við erum að koma okkur fyrir en það tekur tíma enda allt of mikið af dóti sme við eigum :S.
Við Davíð tókum okkur til í gær og byrjuðum að jólaskreyta enda ekki seina vænna ;9. Jólaþorpið er komið upp og það er verið að vinna í að setja jólaseríur í gluggana, jóla snowglobes í allar hillurnar kerta stjaka hér og þar ásamt nokkrum Georg Jensenum ;D. Ég get ekki beðið þegar allt er komið upp og er fínnt :D.
Skólinn gengur bara vel hjá mér þrátt fyrir það að ég er að vinna í tveimur verkefnum og annað á að vera tilbúið á sunnudaginn :S en það er hópverkefni þannig að ég er ekki endalaust stressuð yfir því ;D. Moli hefur það rosalega gott eins og alltaf enda fær hann að hitta hundavinina reglulega þessi elska.

En þar sem ég er búin að vera svo léleg að blogga ætla ég að taka í rassinn á sjálfri mér og bæta úr því í desember en það verða vonandi dalgegar bloggfærslur þá með myndum og skemmtilegheitum eins og ég hef gert ár eftir ár núna ;D. Þegar ég gef mér tíma ætla ég að taka svo myndir af jólaþorpinu og setja hérna inn enda er það AWESOME :D.

Knúsar frá mér og Guð veri með ykkur :D

Sunday, October 09, 2011

Jæja þá er komið að því :D.

Á morgun fáum við Davíð og Moli íbúðina okkar afhenda :D. Ég er rosalega spennt að fara og sjá hvað þarf að gera, hvernig á að mála, kaupa inn húsgögn, flytja inn húsgöng o.s.fv :D. Við keyrðum framhjá íbúðinni áðan og sáum að eigendurnir voru á fullu að þrífa og taka :D.
Annars er ég byrjuð á fullu í skólanum mínum aftur og gegur eins og er bara vel, stefnan er að vera viku á undan alla önnina en það ætti ekki að vera vandamál ef ég held vel á spöðunum. Það verður svona símafundur í gegnum netið með öllum í áfanganum á eftir þannig að ég þarf aðeina að undirbúa mig fyrir það.
Hlynsi bróssi setti íbúðina sína á sölu í vikunni og hefur það gengið vel :D. þið getið séð hana hér fyrir þá sem eru að leita sér að frábæri íbúð ;D http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=499100.
Ég er loksins búin að stíga skrefið og hafa samband við Óskar uppá að byrja aftur í kórnum en ég fer á mína fyrstu æfingu á þriðjudaginn þannig að það er nóg að gera hjá okkur.
En ég læt þetta duga að sinni.

Knúsar og Guð veri með ykkur.

Thursday, October 06, 2011

Thursday, September 29, 2011

Gámurinn....

Er fullur og tilbúin að koma heim :D. Davíð minn og tengdó eru alveg uppgefinn en sem betur fer com Colby og hjálpaði þeim að filla gáminn og þakka ég Guði fyrir það.
Allt hefur gengið rosalega vel og get ég ekki beðið að fá þau öll heim til að þakka þeim fyrir alla hjálpina og sérstaklega að knúsa kallinn minn fyrir að vera besti kall í heimi.
Annars er það að frétta að ég er byrjuð aftur í hundaatferlifræðinni og er ég bara spennt fyrir vetrinum enda spennandi fag sem ég er í :D. Ég stefni að því að vera alltaf viku á undan áætlun en það á alveg að ganga þar sem ég er nú þegar vel viku á undan áætlun.
Helgin verður skemmtileg hjá mér en á morgun ætlum við helga að læra og elda saman og horfa svo á bíómynd eftir alla vinnuna. á laugardaginn fer ég að hita hana Völu hjá Dýrahjálp á ættleiðingardögum en ég er hækt og rólega að koma mér inn í það starf :D. Um kvöldið á laugardeginum fer ég og hitti MH ingana mína en ég hlakka mikið til þess :D.
En ég segi þetta nóg í bili þar sem Moli getur valla setið kyrr hann er svo ólmur að komast út í sinn annan labbitúr :S, en hann á það víst skilið þessi elska þar sem hann var einn heima í 8 tíma í dag en þessi vika hefur verið erfið fyrir hann þar sem það er engin heima og ég er að vinna mína síðustu viku þar sem ég er að vinna allan daginn.
En ég sendi bara knúsa og megi Guð vera með ykkur.

kær kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, September 20, 2011

Davíð á leiðinni út

Þá er bara að koma að þessu en Davíð fer út á miðvikudaginn til Bandaríkjanna að ná í dótið okkar :D. Við hlökkum náttúrulega mikið til að flytja inn í nýju íbúðina og erum mikið búin að skipuleggja og bæla í hvernig við ætlum að innrétta og mála og annað skemmtilegt :D. Annars er það að frétta líka að ég er búin að skrá mig aftur í hundaatferlisfræðina og byrja ég 3. október í henni. Ég er komin með bækurnar og ætla að reyna að vera sniðug og skoða þær eitthvað áður en ég byrja ;9.
Hlynsi og Dísa eru komin heim frá Flórída sem er bara gegjað og pabbi og mamma koma á sunnudaginn :D.
Um helgina er ég að fara í bústað og slappa af en síðasta helgi var sko ekkert afslappelsi þar sem við vorum á fullu ða gera eitthvað alla helgina, þannig að ég ætla að njóta þeirrar næstu í bottn ;D.
En annað er s.s. ekki að frétta af okkur, við erum bara hress og spennt.

Knúsar og kossar á ykkur öll

Fjóla Dögg

Wednesday, September 14, 2011

Búin að skrifa undir Kaupsamning

Jæja þá er maður bara orðinn íbúðar eigandi í fyrstasinn 27 ára gömul :D. Vá hvað það er AWESOME!!!!! Við hittum eigandann sátum og töluðum við fasteignasalann og fórum yfir pappírana, 45 mínútum seina var þetta allt búið og allir í sælu vímu :D. Núna tekur bara biðin við að fá hana loksins afhenta :D.
Annars er ég búin að skrá mig í einn áfanga í skólanum mínum og búin að pannta bækurnar og alles þannig að þetta er allt að detta í gírinn sem er soldið skerí :S. En ég veit að ég á gott fólk sem hjálpar mér að róa sjálfa mig ;D.
Annars fór ég í alveg frábæra smáhundagöngu í dag þar sem Moli alveg blómstraði af ánægju :D. Ég stofnaði mína eigin síðu þar en stefnan er að vera með smáhundagöngur vikulega og vonast til að hópurinn verði bara sem stærstur :D. Þetta er heimasíðan http://hundaganga.blogspot.com/ en ég er búin að setja heilan haug af myndum þangað inn þannig að pabbi, mamma, kíkiði endilega ;D. Við Davíð fórum einnig á Biblíukennslu í Fíló í kvöld þar sem Helgi var að tala og var hann frábær eins og alltaf. Hann heldur áfram með sama efni næsta miðvikudag og er steffnan að mæta og hlusta á kallinn ;D.
Annars erum við bara hress hérna megin og er bara spennt að það komi helgi ;D.

Knúsar öll og takk fyrir að vera FRÁBÆR :D

Tuesday, September 06, 2011

Við eigum íbúð :D

Þá er bankinn LOKSINS búinn að samþykkja okkur og við meigum taka yfir lánið eins og það er :D. Við erum alveg í skýjunum og teljum bara núna niður dagana þangað til við fáum afhennt :D (34 dagar ;9). Ég get ekki beðið að fara að mála, þrífa, hundahelda gariðnn og taka til þar ásamt því að finna út hvar allt á að fara :D.
Annars er allt gott að frétta af okkur, við vinnum eins og hestar til að fá eins mikinn pening og hækt er til að geta borgað foreldrum til baka sem fyrst fyrir alla hjálpina.
Annað í fréttum er það að pabbi og mamma áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær og komum við þeim á óvart með ávaxta körfu sem sló líka svona í gegn enda rosalega flott :D. Mig langar bara að óska þeim enn og aftur til hamingju með daginn :D.
Annars ætla ég bara að setja fleyri myndir inn af íbúðinni þar sem það er fátt annað sem kemst að akkúrat núna :D.

Þarna er hjónaherbergið með flottum skápum :D

og forstofan :D

og garðurinn sem ég get ekki beðið að fara að nota :D. En það þarf líklega að laga grasið eitthvað jafnvel skipta alveg um og svo þarf að hundahelda hann þar sem það er smá rifa neðst sem auðvelt er fyrir litla voffa ða komast undir ;D.

Þarna er svo barnaherbergið en það er svona langt og frekar mjótt en fínt aukaherbergi eingu að síður.

Svo er það baðherbergið en ég vil laga sturtuklefann sem fyrst og setja hurðar. En þið sjáið vinstramegin á myndinni þá er rennihurð og þar fyrir innan er þvottahúsið :D.

Eldhúsið

Stofan

Stofan hinumegin

Takk fyrir mig

Fjóla :D

Tuesday, August 23, 2011

Buðum í íbúð...

... og boðið var sampykkt :D. Við fórum s.s. í gær að skoða íbúð í Mosó sem ég var búin að hafa augastað af síðan hún fór í sölu sem er bara fyrir nokkrum dögum síðan. Við möttum til að skoða en það var opið hús og HELLINGUR af fólki þannig að litla Fjólu hjartað panikkaði enda var þessi eign alveg nákvæmlega það sem við erum að leita að. Við biðum þangað til allir voru farnir og töluðum þá við fasteignasalann en by the way síminn hjá honum stoppaði ekki allt kvöldið. Strax eftir skoðunina fórum við upp á skrifstofur Remax og gerðum tilboð, og hér erum við núna :D.
Næsta skref er að fara í bankann og fara yfir lánamálin og greiðslumat og annað leiðinlegt banka vesen ;D.
Við erum alveg hreint í skíjunum og svo þakklát foreldrum okkar að vera tilbúinn að hjálpa okkur ða láta þennan draum verða af veruleika :D. TAKK MAMMA og PABBI og TENGDÓ :D.
Þið megið samt endilega hafa þetta áframhaldandi í bænum ykkar að það gangi allt vel með bankann þannig að þetta verði endanlegt :D. Ég setti ynn nokkrar myndir af eigninni fyrir þá sem ekki voru búnir að sjá neitt af henni :D.

Þarna er eldhúsið en þess má til gamans geta að ískápurinn verður eftir :D

Svona er húsið að utan

og síðast en ekki síst hérna er svo garðurinn :D

Knúsar og takk fyrir allar bænirnar.

Fjóla og co

Sunday, August 21, 2011

Miklar pælingar

Við erum búin að vera mikið að skoða íbúðir og erum satt ða segja komin með alveg upp í kok og erum að vonast til þess að klára þetta bara sem fyrst :S. Það er ein íbúð sem við erum alveg rosalega spennt fyrir í Mosfellsbænum sem við erum að fara að skoða á morgun og værum við alveg rosalega þakklát ef þið mynduð biðja fyrir þessu með okkur og að Guð sé vonandi á sömu blaðsíðu og við með þessa eign ;D. Það lýtur allt rosalega vel út með þessa eign og hefur hún allt sem við viljum þannig að það er mikið í húfi :S.
Annars höfum við það gott hérna megin, Moli er rosa hress og er búinn að vera duglegu að fara í göngur með vinkonunum en í dag fór hann í pössun til Helgu á meðan við fórum í skýrnina hans litla Sigurvins Elí Jónssonar (son Berglindar og Jón Ómars) en hann fór í göngu með fult af vöffum og skemmti sér svo rosalega vel þessi elska :D.
Annars eiga tengdó 29 ára brúðkaupsafmæli í dag og í tilefni þess fórum við í bröns í Turninn sem var alveg frábært. En svo ég segi ykkur smá frá skýrninni þá var hún haldin í Vindáshlíð og pabbinn sjálfur, Jón Ómar, skírði strákinn :D.

En það væri vel þegið ef þið biðjið fyrir þessum íbúðar málum með okkur þetta er svo DREP LEIÐINLEGT að standa í þessu :S.

Knúsar öll og Guð veri með ykkur

Fjóla

Wednesday, August 17, 2011

Moli minn er á leiðinni heim :D

Þá er dagurinn loksins runninn upp, dagurinn sem Moli kemur aftur heim til pabba síns og mömmu :D. Þetta er búið að vera erfiður og skrítinn tími að hafa hann ekki hjá okkur en við höfum haldið okkur uppteknum í vinnu og íbúðarleit og vina hittingum sem hefur bjargað okkur frá því að verða ekki brjáluð að huksa um hvað það var langt í að hann kæmi heim.
Ég ætla svo að dekra við litla prinsinn þegar hann kemur og hann fer strax í göngu á föstudaginn með stelpunum og voffa skvísunum en hann á það svo sannarlega skilið þessi elska :D. Hlynsi og Dísa eru strax búin að pannta það að við kíkjum við hjá þeim á leiðinni til baka og amma hringdi í vinnunna í dag að forvitnast þannig að ég kíki til hennar líka ;D. Elsku litli prinsinn á eftir að vera alveg uppgefinn eftir daginn :D.
En núna sit ég og literately bíð eftir því að tíminn líði svo ég geti farið afstað og náði í hann :D.

Knúsar

Fjóla Mola mamma

Monday, August 15, 2011

Moli :D

Ég fékk æðislegt símtal áðan þar sem mér var tilkynnt að ég má ná í Mola minn á miðvikudaginn kl 18:20 :D. Ég gjörsamlega get ekki beðið :D. Elsku litla barnið er búið að vera allt of lengi í burtu frá pabba sínum og mömmu.
Annars erum við á fullu að skoða íbúðir og við erum komnar með tvær sem okkur líst vel á og erum að fara að skoða helling í viðbót í þessari viku. Ég er að vonast til þess að komast í göngu með stelpunum og öllum voffunum aftur eftir allt of langt frí :D.
Annars bið ég ykkur að biðja fyrir þessum íbúðar málum en þetta getur verið alveg rosalega þreytandi.

Sendi knúsa á ykkur :D

Fjóla

Friday, August 12, 2011

Íbúðir

Þá er loksins komið að því... við Davíð erum að hella okkur út í íbúðarleit :D. Í dag eftir vinnu hjá davíð erum við að fara ða skoða 4 íbúðir eina í árbænum og hinar í grafavoginum hér og þar ;D. Ég vona svo sannarlega ða það gangi vel og við finnum eitthvað sem er spennandi fyrir okkur :D. Um helgina skoðum við svo allavegana tvær í viðbót huksanlega fleiri þannig að þetta gengur vel hjá okkur :D.
Annars gengur vel í vinnunni hjá mér nema það að ég borða allt of mikið ;9. Ég verð að vinna á laugardaginn auka vagt sem er bara alveg ágætt en er í fríi á sunnudaginn sem er frábært :D. Ég fékk hringingu frá einangrunar stöðinni í fyrradag og fékk þær upplýsingar að Moli losnaði væntanlega 17. ágúst um 18:00 og get ég ekki beðið að fara og ná í han :D. Við fáum staðfestingu á því hvenar við getum komið að ná í hann á mánudag eða þriðjudag :D.
Okkur Davíð var svo boðið í skírnarveislu til Berglindar og Jóns Ómars og hlakka ég MÖKK mikið til :D.
Annars langar okkur að biðja ykkur um að við finnum réttu íbúðina fyrir okkur og að þetta gangi allt saman vel því þetta er ekki lítið stressandi :S.

Við sendum bara knúsa á alla :D.

Kv Fjóla og co

Monday, August 08, 2011

Vinna og hundar

Jæja þá er ég að komast inn í riðmann í vinnunni en fyrsti venjulegi dagurinn minn var í dag. Eftir vinnu kom Helga vinkona og náði í mig en við kítum til Ólafar að skoða hvolpana :D. Þeir eru orðnir sprækari frá því ég sá þá síðast og ofsalega fallegir þessar elskur.
Eftir heimsóknina fórum við í göngu með Kristínu en ég get ekki beðið að fá Mola minn svo hann geti komið með okkur í göngutúra :D.
Annars höfum við það gott, við áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Við fórum í kirkju um morguninn sem var frábært enda allt of langt síuðan við fórum í kyrkjuna OKKAr Fíledelfíu. Við kíktum svo í Kolaportið og keyftum harðfisk handa Davíð. Um kvöldið bauð Davíð mér út að borða og á tónleika í Hörpunni sem var alveg æðislegt :D.
Við erum vonandi að nálgast það að geta farið í greiðslumat en Davíð er næstum því kominn með ráðningasamninginn í hendurnar en ég get ekki beðið að geta farið að skoða almennilega íbúðir :D.

En ég bið ykkur vel að lifa og bið Guð að vera með ykkur.

Fjóla Dögg

Thursday, August 04, 2011

Var að fá fréttir af Mola :D

Ég sendi mail á einangrunarstöðina fyrir tveimur dögum síðan og var að fá svar þau sögðu að hann væri enþá yndislegastur og hefði það gott. Á morgun fer hann í seini blóðprufuna og ef allt gengur vel þar og niðurstöður blóðprufunar skila sér á réttum tíma þá losnar hann út kvöldið 17. ágúst :D. Ég get ekki beið að fá litla prinsinn minn heim til að kúra til fóta hjá pabba sínum og mömmu :D. Það er búið að vera alveg hrillilega erfitt að vera ekki með hann hjá mér. Ég hef þó fengið að hitta smá aðra hunda og fengið þá lánaða í knús en það hjálpar... smá.
Þau hjá einangrunarstöðinni voru svo æðisleg að senda mynd af kallinum mínum svona sem smá sárabót þar til ég get fengið að sjá hann sjálf eftir 12 daga :D.

Fallegasti minn svo duglegur í einangrunarstöðinni :D.

biðjið endilega fyrir honum og mér að þessi tími líði hratt.

Kveðja Fjóla

Tuesday, August 02, 2011

Fyrsti vinnudagurinn

Þá er fyrsti dagurinn í vinnunni búinn og ég verð að viðurkenna að ég er soldið þreytt :S. En Það er annar svona langur dagur á morgun og svo tveir stuttir. Ég fer samt á fimmtudaginn og þríf hjá ömmu áður en ég fer í vinnuna þannig að sá dagur verður líka langur en svo þarf líka að taka til hérna á Aflagrandanum.
En nóg með það. Elsku besti Maddi afi minn á afmæli í dag en á næsta ári er stór afmæli hjá afa og ömmu.
En ég held ég fari að koma mér í háttinn þar sem ég þarf að vakna snemma í fyrramálið en ég bið Guð að passa upp á ykkur.

Knúsar Fjóla

Monday, August 01, 2011

Má ég kynna.....

Njál Anga kallaður Njalli

Við vorum s.s að kaupa okkur bíl :D. Ég hef verið á fullu að skoða í samvinnu með Hlynsa bróssa á bland.is sem hefur gengið mis vel. Hlynsi fann þennan og var hann líka svona hrillilega flottur. Hann er árgerð 1998 og keyrður 158.000 kr. Hann er alveg fáránlega vel með farinn miðað við aldur, engar dældir, rosalega lítið af rispum, allt virkar, rafdrifnar rúður, heilsársdekk sem eru glæ ný, þannig að þetta gæti bara ekki verið betra. Við fengum hann á gjafa verði 290.000 kr en við höfum ekki séð neitt nálægt því að vera eins gott og þessi bíll hann er stórkoslegur. Við bara vonumst til að hann eigi eftir að koma vel fram við okkur þessi elska.
En mig langaði bara að segja ykkur frá þessari elsku þar sem hann er orðinn hluti af fjölskyldunni :D.

Kv Fjóla og Davíð

Thursday, July 28, 2011

Matarboð og ganga

Okkur Davíð var boðið í mat til Berglindar og Jón Ómars í gær kvöldi og VÁ hvað það var GEGJAÐ :D. Við fengum að knúsa littlu rúsínuna eins mikið og við vildum og VÁ hvað hann er æðislegur í alla staði :D. Við fengum alveg endalausr góðan mat og átum að sjálfsögðu yfir okkur ;9.
Í mogun kom Kristín með Arisi og Draumey og við fórum út að labba og en það var algjör draumur að komast loksins út að labba með hunda og hitta Kristínuna mína.
Annars er það nýjasta að frétta að við förum í mat til Tomma á morgun og hlakka mikið til þess :D. Við erum alveg ummvafin vinum síðan við komum heim og það er algjört æði :D.
Annars erum við að vonast til að geta fengið mat svo við getum byrjað að leita að íbúð að alvöru en ég er alveg að missa þolinmæðina :S. Ég bið bara til Guðs að það sé nóg að koma með ráðningasamning í bankann ekki að við þurfum að koma með 3 launaseðla því þá erum við í vondum málum :S.
En nóg með það þið megið endilega biðja fyrir öllu þessu íbúðar veseni því ég er búin að sjá nokkrar sem ég veit að fara hratt ef ekkert gerist hjá okkur á næstu vikum í sienasta lagi :S.

Knúsar á ykkur öll og Guð veri með ykkur

Fjóla

Tuesday, July 26, 2011

Komin Heim :D

Jæja þá erum við lent loksins. Moli okkar er í einangrun og fengum við fréttir af honum í dag þar sem hann er gjörsamlega að bræða alla og er hinn æðislegasti. Dýralæknirinn sagði meira að segja að hann væri með frábæra skapgerð og svona vildi hann að skapgerðin hjá Chihuahua hundum væri :D. Við söknum hans samt alveg hrillilega og getum ekki beðið að fara og ná í hann 18. ágúst.
En við höfum verið mjög upptekin síðan við komum heim en þar er helst að segja frá því að við fórum í brúðkaup hjá elsku bestu Báru og ásgeiri og VÁ hvað það var frábært enda GEGJAÐ par þar á ferð ;D.
Davíð fór í fyrsta sinn í nýju vinnuna í dag og var afhent 400-600 blaðsíður af enfi sem að hann þarf gjörðu svo vel að læra eins vel utanað og hækt er :S... ekki viss um að ég myndi treysta mér í það. Hlynur og Dísa ætla ða koma í mat í kvöld áður en við förum að skoða bíl sem við davíð erum að spá í að kaupa ef okkur lýst vel á hann þannig að það er allt mjög spennandi :D.
Ég er svo þakklát fyrir allt það góða fólk s em við davíð eigum að en það hafa allir verið svo góðir við okkur síðan við komum. Ég vil því bara segja takk fyrir mig og ég get ekki beðið að hitta ykkur öll aftur ;D.
Ég ætla að enda þessa færslu á mailinu sem ég fékk frá einangrunar stöðinni bara svona til að monta mig smá ;D.

Hæhæ
Mér langaði bara að leyfa þér að fylgjast með =) Það gengur rosalega
vel með Mola , hann er með yndislega skapgerð og svo rólegur og
yfirvegaður. Dýralæknirinn hrósaði honum fyrir skapgerð og sagði að
þetta væri akkurat skapgerðin sem hann vill sjá hjá chihuahua.
Moli er byrjaður að klára matinn sinn strax ( það þarf ekki að blanda
neinu út í þurrmatinn núna). Hann fer svo alltaf beint í bælið sitt á
kvöldin þegar hann er búin að vera úti og finnst rosalega gott að fá
smá klór og knús =)


Monday, July 18, 2011

Á leið heim

Jæja þá er komið að því, við erum að leggja afstað frá Flórída á morgun :S. Við förum héðan kl 6 að kvöldi til og keyrum eins lengi og við getum áður en við drepumst úr þreytu en þá stoppum við og finnum eitthvða hótil til að gista á. Morguninn þar á eftir keyrum við það sem eftir er að geymslunni okkar í Viginíu en við erum með slatta af dóti sem þarf að fara þangað.
Eftir það er svo bara að fara út á völl og fara heim... VÁ hvað það er skrítið.
Mig er farið að kvíða svoldið fyrir því að setja Mola minn í einangrun en bið bara Guð að passa upp á hann og að fólkið sem sér um hann fari vel með elsku prinsinn minn.
Annars fórum við hjónin að sjá Harry Potter en það var sko ekki vandræðalaust en þegar myndin byrjaði var skjárinn allur í hakki og við urðum að fara og fá endurgreiðslu. Við fundum annað bíó og fórum seina um kvöldið á hana og VÁ hvað hún var frábær. við fengum sérstök Harry Potter 3D gleraugu egjað cool :D.

En nóg með það ég get bara ekki beðið að koma heim og hitta alla en ég keyfti líka hælaskó fyrir brúðkaupið hjá Báru og Ásgeiri ekkert smá sátt :D.

Knúsar og Guð veriu með ykkur

Fjóla og co

Sunday, July 10, 2011

Flórída fréttir :D

Jæja við höfum verið upprekinn síðastliðna daga að VERSLA :D!!!!!
Við fórum í Altamonte mallið í fyrradag og versluðum slatta í Beath and body works og Yankee candle. Við fundum ógeðslega flottar bókastoðir sem við keyftum líka :D. En við höfum líka verið dugleg að versla á netinu en ég er komin með rosalega flott tæki sem heytir Archos. Þetta
er mp3 spilari sem spilar líka vidio klippur og er með wifi :D s.s i pod touch bara ekki frá apple og miklu betra sem er SNILD þar sem ég meðlimur í "allt annað en apple" klúbbnum :D. Ég er alveg í skýjunum með tækið og finnst mér alveg merkilegt að
geta farið á netið í svona litlu tæki og svo er ég að horfa á netflix og þetta er bara hrein snild :D. Við Davíð keyftum líka tvo litla mp3 spilara fyrir leykfimina sem eru algjört æði :D. Þeir heita Sansa og eru á stærð eldspítustokk nema aðeins minna og er líka algjör snild :D.
Annars er planið í dag að fara í Mont Dora og labba um. Við Davíð erum búin að pakka í 4 töskur og enþá fleyri kassa sem við förum með í geymsluna áður en við förum út á völl þann 19. júlí.
En svo ég fari út í ferðalagið okkar þegar við förum út á völl, en við fljúgum frá Washington D.C. en við erum búin að leigja bíl og keyrum héðan frá Flórída að kvöldi til 18. júlí líklega í kringum 19 leitið. Við erum svo búin að plana að keyra bara eins langt og við getum áður en við sofnum og klára svo restina deginum á eftir. Við stoppum svo í geymslunni okkar og förum svo út á völl um 17-18 leitið og skilum bílnum þar þannig að það er rosalega þægilegt.
En ég segi þetta gott í bili og bið rosalega vel að heylsa öllum :D.

Knúsar Fjóla

Tuesday, July 05, 2011

Við erum á flytja...

... HEIM!!!!!
Fyrir þá sem ekki vita nú þegar þá erum við að flytja heim til Íslands í lok júlí. Við tókum þessa ákvörðun þar sem það er ekkert að gerast hérna úti í atvinnu málum fyrir Davíð en hann fékk vinnu heima á Íslandi á lögfræðistofu sem er bara alveg hreint frábært :D.
Það er búið að velta fram og til baka flutningum síðan þessi ákvörðun var tekinn og Moli er búinn að fara í ófáar dýralækna heimsóknirnar og á eina eftir en þa ðsem er efiðast við að flytja svona er að Moli þurfi að fara í einangrun :S. Annars hefur allt gengið vel. Við fórum til Virginiu til að fara í gegnum geymsluna og ná í dót sem við þurfum núna strax og til að setja dót í geymsluna sem við þurfum ekki strax. Við erum búin að taka ákvörðun um að Davíð fer í október og þá verður dótið flutt heim í gámi þar sem það var aðeins of strembið að reyna að gera það núna áður en við förum í júlí.
Annars er ég rosalega glöð að segja ykkur að ég er komin með vinnu líka :D. En ég fer aftur í Björnsbakarí sem ég er alveg í skýjunum með enda alveg rosalega þægilegur vinnutími (7:30-13) alla virka daga en þessi vinnutími hentar fullkomlega með náminu sem ég stefni á að fara í og er á sama tíma að koma með peninga inn á heimilið :D.
Fyrstu mánuðina eftir að við komum heim verðum við í Vesturbænum hjá tengdó fyrir þá sem eru forvitin um það :D.
En nóg um það, mér fanst vera kominn tími á að segja ykkur að við værum að koma heim og að við séum mjög spennt :D.

Knúsar og Guð veri með ykkur :D

Fjóla og co

Wednesday, June 29, 2011

Langt síðan síðast :S

Það er sko orðið ALLT of langt síðan síðast... sorry :S. Við höfum verið upptekin að skipuleggja okkur en það er sko nóg að gera hjá okkur... en ég fer ekkert frekar út í það núna.
Ég var að átta mig á því að ég átti eftir að setja inn þó nokkuð af myndum frá Road tripinu okkar og ætla ég sko að bæta úr því og hér koma myndirnar :D.

Á einu af hótelinu sem við gistum á var með einhvern hóð af fólki sem öll voru á svona gömlum Fordum :D

Feðgarnir að lúlla :D

Ok þá vorum við komin til Graceland

GAMAN :D


Gegjað flott :D

Eldhúsið teppalagt eins og allt annað í þessu húsi ;D




Elvis var með í sjónvarpsherberginu sínu 4 sjónvarpstæki svo hann gæti horft á allar ejórar sjómvarpstöðvarnar í einu s.s þær voru bara fjórar ;D

Þetta er rosalegasta herbergi sem ég hef séð




Gullplötur út um allt

Morguninn sem Elvis lést spilaði hann á þetta píanó og söng



Á Graceland er tvíburabróðir Elvis (já hann var tvíburi en bróðir hans lést við fæðingu), mamma hans, pabbi, amma og Elvis sjálfur grafin.


Graceland

Svo var það bílasafnið sem var ekki lítið :S



Þegar þú labbaðir í gegnum þetta hlið var sagt "congratulation your a fan, you may pas"

og þá var það einkavélin

pabbi og mamma í vélinni :D

Þessi vél var alveg rosalega flott :D



Svo var það litla þotan ;D

Þennan sáum við og fanst okkur felgurnar heldur stórar :D

Þarna byrjuðu margir af flottustu söngvarar Bandaríkjanna til að myndar Elvis sjálfur

Þetta er svo húsið sem Elvis fæddist í og bjó til allavegana 13 ára aldurs

Pínu lítið hús

Við vorum soldið dugleg að prófa BBQ staðina ummm....

JAMMYYY.........

En ég læt þetta duga í dag hjá okkur en ég kem með frekari fréttir þegar ég hef tíma til að segja frá öllu sem er í gangi hérna.

Knúsar og mig langar að biðja ykkur um að biðja fyrir okkur áframhaldandi það er mikið í gangi.

Knúsar og Guð veri með ykkur

Fjóla