Jæja jólin nálgast óðfluga og það er nóg að gera. Ég er búin með prófið mitt.. YESSS, ég er búin að klára flest allar jólagjafir, en ég á eftir að skrifa einhver jólakort en Davíð er búin að taka þau flest að sér þessi jólin :S.
Núna í morgunsárið fáum við Moli til okkar í heimsókn Yorka hvolp í greiðslu en ég hlakka mikið til þess enda DREP langar mig að fara að vinna á hundasnyrtistofu :S. Ég ætla að gera hann eins sætan og ég get og hver veit nema þið fáið að sjá fyrir og eftir myndir ;D. Ég ætla líka að gera Mola minn fínan fyrir jólin fyrst að Davíð minn er búin að ná í hundasnyrti græjurnar mínar og allt er tilbúið ;D.
Ég held ég skelli mér svo út til að klára þessar jólagjafir sem eru eftir og þarf líka borða og pakka merkimiða. Spurningin er svo hvort að það sé ekki kominn tími á að versla fyrir jóladag en við erum að fá alla fjölskylduna í heimsókn, mína og Davíðs ;D.
En nóg með það ég ætla að finna til allt þetta dót sem ég þarf til að gera lítinn yorka fínann ;D.
Kær kveðja til ykkar allra
Fjóla og Moli














geta farið á netið í svona litlu tæki og svo er ég að horfa á netflix og þetta er bara hrein snild :D. Við Davíð keyftum líka tvo litla mp3 spilara fyrir leykfimina sem eru algjört æði :D. Þeir heita Sansa og eru á stærð eldspítustokk nema aðeins minna og er líka algjör snild :D.