Wednesday, August 17, 2011

Moli minn er á leiðinni heim :D

Þá er dagurinn loksins runninn upp, dagurinn sem Moli kemur aftur heim til pabba síns og mömmu :D. Þetta er búið að vera erfiður og skrítinn tími að hafa hann ekki hjá okkur en við höfum haldið okkur uppteknum í vinnu og íbúðarleit og vina hittingum sem hefur bjargað okkur frá því að verða ekki brjáluð að huksa um hvað það var langt í að hann kæmi heim.
Ég ætla svo að dekra við litla prinsinn þegar hann kemur og hann fer strax í göngu á föstudaginn með stelpunum og voffa skvísunum en hann á það svo sannarlega skilið þessi elska :D. Hlynsi og Dísa eru strax búin að pannta það að við kíkjum við hjá þeim á leiðinni til baka og amma hringdi í vinnunna í dag að forvitnast þannig að ég kíki til hennar líka ;D. Elsku litli prinsinn á eftir að vera alveg uppgefinn eftir daginn :D.
En núna sit ég og literately bíð eftir því að tíminn líði svo ég geti farið afstað og náði í hann :D.

Knúsar

Fjóla Mola mamma

No comments: