Sunday, August 21, 2011

Miklar pælingar

Við erum búin að vera mikið að skoða íbúðir og erum satt ða segja komin með alveg upp í kok og erum að vonast til þess að klára þetta bara sem fyrst :S. Það er ein íbúð sem við erum alveg rosalega spennt fyrir í Mosfellsbænum sem við erum að fara að skoða á morgun og værum við alveg rosalega þakklát ef þið mynduð biðja fyrir þessu með okkur og að Guð sé vonandi á sömu blaðsíðu og við með þessa eign ;D. Það lýtur allt rosalega vel út með þessa eign og hefur hún allt sem við viljum þannig að það er mikið í húfi :S.
Annars höfum við það gott hérna megin, Moli er rosa hress og er búinn að vera duglegu að fara í göngur með vinkonunum en í dag fór hann í pössun til Helgu á meðan við fórum í skýrnina hans litla Sigurvins Elí Jónssonar (son Berglindar og Jón Ómars) en hann fór í göngu með fult af vöffum og skemmti sér svo rosalega vel þessi elska :D.
Annars eiga tengdó 29 ára brúðkaupsafmæli í dag og í tilefni þess fórum við í bröns í Turninn sem var alveg frábært. En svo ég segi ykkur smá frá skýrninni þá var hún haldin í Vindáshlíð og pabbinn sjálfur, Jón Ómar, skírði strákinn :D.

En það væri vel þegið ef þið biðjið fyrir þessum íbúðar málum með okkur þetta er svo DREP LEIÐINLEGT að standa í þessu :S.

Knúsar öll og Guð veri með ykkur

Fjóla

1 comment:

Helga said...

Ég bið fyrir þessu Fjóla mín, efast ekki um að þið fáið draumaíbúðina.
Emma saknar Mola síns, henni fannst algert æði að vera með hann í heimsókn í dag :)
Knúsar