Ég sendi mail á einangrunarstöðina fyrir tveimur dögum síðan og var að fá svar þau sögðu að hann væri enþá yndislegastur og hefði það gott. Á morgun fer hann í seini blóðprufuna og ef allt gengur vel þar og niðurstöður blóðprufunar skila sér á réttum tíma þá losnar hann út kvöldið 17. ágúst :D. Ég get ekki beið að fá litla prinsinn minn heim til að kúra til fóta hjá pabba sínum og mömmu :D. Það er búið að vera alveg hrillilega erfitt að vera ekki með hann hjá mér. Ég hef þó fengið að hitta smá aðra hunda og fengið þá lánaða í knús en það hjálpar... smá.
Þau hjá einangrunarstöðinni voru svo æðisleg að senda mynd af kallinum mínum svona sem smá sárabót þar til ég get fengið að sjá hann sjálf eftir 12 daga :D.
Fallegasti minn svo duglegur í einangrunarstöðinni :D.
biðjið endilega fyrir honum og mér að þessi tími líði hratt.
Kveðja Fjóla
No comments:
Post a Comment