Monday, August 08, 2011

Vinna og hundar

Jæja þá er ég að komast inn í riðmann í vinnunni en fyrsti venjulegi dagurinn minn var í dag. Eftir vinnu kom Helga vinkona og náði í mig en við kítum til Ólafar að skoða hvolpana :D. Þeir eru orðnir sprækari frá því ég sá þá síðast og ofsalega fallegir þessar elskur.
Eftir heimsóknina fórum við í göngu með Kristínu en ég get ekki beðið að fá Mola minn svo hann geti komið með okkur í göngutúra :D.
Annars höfum við það gott, við áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Við fórum í kirkju um morguninn sem var frábært enda allt of langt síuðan við fórum í kyrkjuna OKKAr Fíledelfíu. Við kíktum svo í Kolaportið og keyftum harðfisk handa Davíð. Um kvöldið bauð Davíð mér út að borða og á tónleika í Hörpunni sem var alveg æðislegt :D.
Við erum vonandi að nálgast það að geta farið í greiðslumat en Davíð er næstum því kominn með ráðningasamninginn í hendurnar en ég get ekki beðið að geta farið að skoða almennilega íbúðir :D.

En ég bið ykkur vel að lifa og bið Guð að vera með ykkur.

Fjóla Dögg

No comments: