Sunday, October 09, 2011

Jæja þá er komið að því :D.

Á morgun fáum við Davíð og Moli íbúðina okkar afhenda :D. Ég er rosalega spennt að fara og sjá hvað þarf að gera, hvernig á að mála, kaupa inn húsgögn, flytja inn húsgöng o.s.fv :D. Við keyrðum framhjá íbúðinni áðan og sáum að eigendurnir voru á fullu að þrífa og taka :D.
Annars er ég byrjuð á fullu í skólanum mínum aftur og gegur eins og er bara vel, stefnan er að vera viku á undan alla önnina en það ætti ekki að vera vandamál ef ég held vel á spöðunum. Það verður svona símafundur í gegnum netið með öllum í áfanganum á eftir þannig að ég þarf aðeina að undirbúa mig fyrir það.
Hlynsi bróssi setti íbúðina sína á sölu í vikunni og hefur það gengið vel :D. þið getið séð hana hér fyrir þá sem eru að leita sér að frábæri íbúð ;D http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=499100.
Ég er loksins búin að stíga skrefið og hafa samband við Óskar uppá að byrja aftur í kórnum en ég fer á mína fyrstu æfingu á þriðjudaginn þannig að það er nóg að gera hjá okkur.
En ég læt þetta duga að sinni.

Knúsar og Guð veri með ykkur.

1 comment:

Helga said...

Mig langar í þessa íbúð! :(