Jæja við höfum verið upprekinn síðastliðna daga að VERSLA :D!!!!!
Við fórum í Altamonte mallið í fyrradag og versluðum slatta í Beath and body works og Yankee candle. Við fundum ógeðslega flottar bókastoðir sem við keyftum líka :D. En við höfum líka verið dugleg að versla á netinu en ég er komin með rosalega flott tæki sem heytir Archos. Þetta
er mp3 spilari sem spilar líka vidio klippur og er með wifi :D s.s i pod touch bara ekki frá apple og miklu betra sem er SNILD þar sem ég meðlimur í "allt annað en apple" klúbbnum :D. Ég er alveg í skýjunum með tækið og finnst mér alveg merkilegt að
geta farið á netið í svona litlu tæki og svo er ég að horfa á netflix og þetta er bara hrein snild :D. Við Davíð keyftum líka tvo litla mp3 spilara fyrir leykfimina sem eru algjört æði :D. Þeir heita Sansa og eru á stærð eldspítustokk nema aðeins minna og er líka algjör snild :D.Annars er planið í dag að fara í Mont Dora og labba um. Við Davíð erum búin að pakka í 4 töskur og enþá fleyri kassa sem við förum með í geymsluna áður en við förum út á völl þann 19. júlí.
En svo ég fari út í ferðalagið okkar þegar við förum út á völl, en við fljúgum frá Washington D.C. en við erum búin að leigja bíl og keyrum héðan frá Flórída að kvöldi til 18. júlí líklega í kringum 19 leitið. Við erum svo búin að plana að keyra bara eins langt og við getum áður en við sofnum og klára svo restina deginum á eftir. Við stoppum svo í geymslunni okkar og förum svo út á völl um 17-18 leitið og skilum bílnum þar þannig að það er rosalega þægilegt.
En ég segi þetta gott í bili og bið rosalega vel að heylsa öllum :D.
Knúsar Fjóla
1 comment:
Vá hvað ég hlakka til að fá ykkur heim, get ekki beðið :)
Knús Kristín
Post a Comment