Jæja þá erum við lent loksins. Moli okkar er í einangrun og fengum við fréttir af honum í dag þar sem hann er gjörsamlega að bræða alla og er hinn æðislegasti. Dýralæknirinn sagði meira að segja að hann væri með frábæra skapgerð og svona vildi hann að skapgerðin hjá Chihuahua hundum væri :D. Við söknum hans samt alveg hrillilega og getum ekki beðið að fara og ná í hann 18. ágúst.
En við höfum verið mjög upptekin síðan við komum heim en þar er helst að segja frá því að við fórum í brúðkaup hjá elsku bestu Báru og ásgeiri og VÁ hvað það var frábært enda GEGJAÐ par þar á ferð ;D.
Davíð fór í fyrsta sinn í nýju vinnuna í dag og var afhent 400-600 blaðsíður af enfi sem að hann þarf gjörðu svo vel að læra eins vel utanað og hækt er :S... ekki viss um að ég myndi treysta mér í það. Hlynur og Dísa ætla ða koma í mat í kvöld áður en við förum að skoða bíl sem við davíð erum að spá í að kaupa ef okkur lýst vel á hann þannig að það er allt mjög spennandi :D.
Ég er svo þakklát fyrir allt það góða fólk s em við davíð eigum að en það hafa allir verið svo góðir við okkur síðan við komum. Ég vil því bara segja takk fyrir mig og ég get ekki beðið að hitta ykkur öll aftur ;D.
Ég ætla að enda þessa færslu á mailinu sem ég fékk frá einangrunar stöðinni bara svona til að monta mig smá ;D.
Hæhæ
Mér langaði bara að leyfa þér að fylgjast með =) Það gengur rosalega
vel með Mola , hann er með yndislega skapgerð og svo rólegur og
yfirvegaður. Dýralæknirinn hrósaði honum fyrir skapgerð og sagði að
þetta væri akkurat skapgerðin sem hann vill sjá hjá chihuahua.
Moli er byrjaður að klára matinn sinn strax ( það þarf ekki að blanda
neinu út í þurrmatinn núna). Hann fer svo alltaf beint í bælið sitt á
kvöldin þegar hann er búin að vera úti og finnst rosalega gott að fá
smá klór og knús =)
Mér langaði bara að leyfa þér að fylgjast með =) Það gengur rosalega
vel með Mola , hann er með yndislega skapgerð og svo rólegur og
yfirvegaður. Dýralæknirinn hrósaði honum fyrir skapgerð og sagði að
þetta væri akkurat skapgerðin sem hann vill sjá hjá chihuahua.
Moli er byrjaður að klára matinn sinn strax ( það þarf ekki að blanda
neinu út í þurrmatinn núna). Hann fer svo alltaf beint í bælið sitt á
kvöldin þegar hann er búin að vera úti og finnst rosalega gott að fá
smá klór og knús =)
No comments:
Post a Comment