... átti afmæli í gær og er þá loksins búinn að ná mér þessi elska ;D. Við áttum dásamlegan dag sem byrjaði með morgunmat á IHOP. Við kíktum síðan í skólan hans Benjamíns og fékk Moli að koma með enda komin til Californiu þar sem hundar eru mjög velkomnir ;D. Það var rosalega gaman að fara og skoða skólann hans Benjamíns og fá að hitta Nópelsverðlauna hafann sjálfan s.s kennarann hans benjamíns ;D.
Við fórum svo í svona Mills mall eins og var hjá okkur í Virginiu (outlet Mall) og var það alveg rosalega gaman. tengdó gáfu Davíð jakkaföt, tvær skirtur og þrjú bindi, svo eitthvað sé nefnt, í afmælis gjöf og erum við bæði alveg í skýjunum en þið fáið vonandi myndir von bráðar af honum í gallanum ég ætla ekki að slýsa þeim nánar ;D.
Í Mallinu var svo Rain forest Café en við fengum okkur að borða þar afmælis matinn alveg rosalega gott allt saman :D.
í dag er gamlársdagur og ætlum við vonandi að reyna að fara í Mini Golf því það ereitthvað sem okkur langar held ég öllum að gera og svo er bara að undirbúa kvöldið en ég veit ekki hvort að Guðlaug og Linda vilji kíkja í búðir meira í dag hver veit ;D.
Annars höfum við það alveg rosalega gott og erum svo þakklát elsku Marisu og Jóni fyrir aðvera tilbúin að leifa okkur að fá að nota íbúðina þeirra. Meeko og Joy hafa tekið okkur mjög vel og er Meeko búin að velja Sveinbjörn sem sinn uppáhalds mann ;D. Mola fanst bara gaman að hitta kisurnar aftur og er nánast eins og hann hafi alltaf búið með þeim.
En ég hef það ekki lengra að þessu sinni. Bið bara algóðan Guð aðvera með ykkur á þessum seinasta degi ársins 2010 og bið heilla og hamingju á næsta ári :D.
Knúsar Fjóla og co
Jæja þarna er ég og "Ben" komin í skólan hans :D
Benjamín að sína okkur listir sínar ;9
Ég fékk hanska ;9
Guðlaug með öryggisgleraugunn ;D
Moli fékk að koma með en þarna erum við á ganginum fyrir utan ransóknar herberginn ÚÚÚ!!!!
KNÚSAR :D