Wednesday, July 07, 2010

Davíð og Drottningin :D

Í gær kom Elísabet Englands drottning til N.Y en það er bara í 3 eða 4 sinn sem hún kemur til Bandaríkjanna :D. Hún talaði hjá UN þar sem Davíð er að vinna en hún var að tala þar í annað sinn en hún talaði þar síðast fyrir 53 árum þannig að þetta var sannarlega sögulegur viðburður ;D. Davíð minn situr vuið gang eins og þið kanski sjáið á myndinni (hann er s.s í rauða hringnium) en Drottningin gekk niður þennan gang og framhjá davíð þannig að Davíð hefði getað snert hana :D allt mjög spennandi.
Ef þið kíkið á þennan link http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/07/07/englandsdrottning_hvetur_til_heimsfridar/ en þarna er myndband frá því þegar hún er að labba inn í salinn og ef þið skoðið vel sec 11-12 og horfið hægramegi á skjáinn ættuð þið að sjá Davíð minn, þið getið svo séð rétt í hnakkan á hinum þegar hún labbar framhjá s.s eini rauðhausinn ;9 (nú kom sér vel að vera rauðhærður).
En úr einu í annað, við höfum verið að velta fyrir okkur hvort ég eigi ekki að byrja í dýraatferlis náminu mínu svona meðan við erum hér í N.Y svo ég hafi eitthvað að gera. Planið er að taka bara einn áfanga og sjá hvort okkur lítist ekki bara vel á þennan skóla og sjá hvernig þetta gengur en ég er sein að læra og sein að lesa þannig að ég held að það sé gott að byrja rólega og svo þegar Davíð er komin með vinnu þá get ég farið hraðar í þetta. Ég er samt stressuð og veit ekki alveg hvort ég sé tilbúin þannig að það má biðja fyrir því að ég fái aftur brennandi áhugan og kjarkinn og kraftinn sem ég hafði þegar ég ætlaði að byrja fyrir að verða 2 árum síðan.
Í dag ætla ég að hætta mér ein í neðanjarðarlestina og hitta Davíð eftir vinnu en við ætlum að fá okkur eitthvað að borða saman og kanski skoða okkur eitthvað um :D.
Hitinn hérna er búinn að vera rosalegur og Moli hefur ekki mikinn áhuga á að kíkja út að labba samt dró ég hann með mér í gær út í grænmetismarkaðs búð sem er allt í allt svona klukkutíma ferðalag en hann var orðin vel heitur eftir það.
Annars sendi ég bara knúsa

Fjóla og co

7 comments:

Anonymous said...

...ég get ekki séð myndina... :(
Sá samt myndbandið :)
Knúsar
A7

Fjóla Dögg said...

þú ættir að sjá myndina núna Linda :D

Anonymous said...

Cool - takk Fjóla :)
Knúsar
A7

Mamma og Pabbi! said...

Frábært, það er ekki að spyrja að ævintýrunum hjá ykkur þarna úti. Gaman að allt gengur vel hjá ykkur. Já Fjóla er ekki sniðugt að prófa þetta með námið! Elskum ykkur.
CWC#10D

Helga said...

Gaman að sjá að rauðhausinn er að meika það þarna úti :p
Þú átt svo að skella þér í þetta nám Fjóla mín og ekkert kjaftæði. Þú hefur allt sem þarf í þetta!
Knúsar frá ÍSLANDI

Anonymous said...

Helga: já ég þarf að byrja á þessu námi. Ég er líka ða sjá það betur og betur að mér á eftir að DREP leiðans ef ég hef ekkert að gera þannig að málið er að byrja bara held ég en ég þarf andlegan stuðning frá þér Helga mín. Ég sá þú reyndir að ná á mig á skyp sorry að ég var ekki við vonandi náum við þessu bráðlega.

Mamma og pabbi: Já ég held að málið sé að fara í námið.

Fjóla

Anonymous said...

how exciting!

-Riss