Ég er búin að vera á fullu í allan dag og er ekkert smá stolt af mér :D. Dagurinn byrjaði vel þar sem Davíð vakti mig með fótanuddi og bjó svo til pönnukökur og steikti egg í morgunmat :D.
Strax og Davíð fór út til að fara í vinnuna hófst ég handa við að taka upp úr öllum töskum og pokum sem við komum með og ganga frá því öllu á réttan stað :D. Ég endur raðaði svo í eldhússkápana svo það sé nú eitthvað skipulag þar í gangi og endaði svo á því að förka af alstaðar, inni í skápum og sópaði og skúraði gólfið :D. Moli lá í leti og horfði á mig allan tíman en ég held að hann sé enþá hálf þreyttur eftir ferðalagið í gær. Ég er svo búin að setja upp nokkra myndarama hér og þar og það er komin ein mynd upp á vegg en ég set kanski inn blogg á morgun með myndum af íbúðinni eins og hún lítur út núna en hún er að verða meira og meira heimilislegri :D.
Við Moli fórum svo út í steikjandi hitann eftir hádegi í 30 mín labb og svo út í sólbað í 30 mín. En núna erum við komin inn og er ég að undirbúa mig að fara að horfa á einn Top Gear þátt en ég er alveg sokkin inn í þá þætti aftur enda búin að horfa ansi mikið á þá stráka síðastliðnar tvær vikur. Davíð kemur svo heim í kringum 6-6:30 og er ég búin að ná að plata hann að gera með mér smá Kickboxing leikfimi :D. En hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.
Bílinn var troðin frá toppi til táar eins og sjá má. Narta er þarna fyrir aftan mig en hún er flut til N.Y og er því á sínu þriðja fylki en ég tel það vera nokkuð gott fyrir að vera ekki nema hvað rétt rúmlega eins árs ;D.
Moli var þarna innanum allt draslið með alveg fáránlega gott pláss en þarna snýr hann bara rassinum í okkur ;9
Við keyftum bensín einusinni á leiðinni og svona var ástandið :S. við erum að tala um 6 bílaraðir og við erum þarna ekki aftastibíllinn. En það er gaman að segja frá því fyrir þá sem ekki vita að þá er það bannað með lögum að dæla sjálfur á bílinn sinn í New Jersey (þar sem við erum þarna) eitthvað sem er erfitt að venjast aftur eftir margra ára sjálfsafgreiðslu ;D
Við alveg að komast heim og Davíð með borgina í bakgrunn
Kellingins stóð sig vel eins og alltaf en hún er þarna með Manhattan í bakgrunn ;D
Ég sendi bara knúsa
Fjóla of Moli sinn
1 comment:
Ekkert smá ævintýri hjá Nörtu. Hnoðri, hamsturinn minn sem ég átti lifði ekki af eina flutninga, hann fékk hjartaáfall greyið þegar við komum í Ósabakkann.
Post a Comment