Monday, July 05, 2010

Rólegur frí dagur

Hér er alveg hrillilega mikill hiti en við hættum okkur út í dag um kl 11 og entumst ekki lengi :S. Planið var að labba í garð sem er hérna einhverstaðar hjá okkur en við fundum hann ekki eins og er enda var allt of heitt til að fara í hann þanig að Moli fékk bar asmá labbitúr í staðin fyrir það. Við skiluðum svo Mola heim og röltum út í búð því okkur vantaði þvottaefni og annað smáræði. Annars höfum við bara hangið heima í dag og spjallað við fjölskylduna á skyp pabba, mömmu, tengdó og afa og ömmu í Brúnastekk :D.
Við prófuðum að setja í vél hérna í fyrsta sinn og erum við að bíða eftir að setja í þurkaran. Við ákváðum að baka cupcakes þar sem við erum gjörsamlega háð þeim núna ;D, en þær eru að kólna áður en við setjum kremið á. Í kvöld erum við búin að kaupa miða á Eclipse þannig að við ætlum á hana í kvöld þar sem ég var búin að heyra að þetta sé sú besta hingað til þótt ég sé nú ekki alveg tilbúin að kaupa það strax þar sem þær eru nú hálf slappar þessar myndir :S.
En annars hefur dagurinn verið rið rólegur og bara þagilegur en á morgun fer svo Davíð aftur í vinnuna og ég ætla að reyna að taka til og þrífa smá og finna mér eitthvað að gera annað.

Knúsar héðan Fjóla og co

1 comment:

Helga said...

Góða skemmtun á Eclipse, segi það sama vonandi er hún betri en hinar tvær!
Sendi knúsa frá Íslandi