Friday, July 09, 2010

Föstudagur

Í dag er föstudagur sem þýðir að þegar Davíð kemur heim úr vinnunni þá fljótlega eftir það keirum við til Virginiu. Við munum vera þar saman yfir helgina en svo fer Davíð aftur til baka á sunnudeginum vonandi seinipartinn svo við náum að vera sem mest saman.
Ég er strax farin að kíða því að vera ein í tæplega viku en planið er að Davíð komi aftur á föstudeginum 16. og þá förum við síðustuferðina á Fabio Mola til N.Y en í lok þessa mánaðar er planið að ég keyri með Mola til Flóró með Fabio og skilji hann eftir þar meðan við búum í N.Y. því það er ómögulegt að vera með hann hér.
Ég er s.s að fara að pakka niður og taka til dót til að flytja hingað í lok næstu viku þannig að við eigum þá bara eftir að flytja restina af dótinu okkar, s.s öll húsgögn og annað smáræði, í geymslu.
En ég held ég skelli mér út í smá sólbað til að fá smá tilbreytingu og ég ætla að taka hann Cesar Millan með... já og auðvita Mola líka ;D.

Knúsar Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

Góða ferð til Virginíu :)
Knúsar
A7

Anonymous said...

Góða ferð og skemmtun :D

Knús Kristín