Dagurinn byrjaði snemma en ég vaknaði rétt fyrir hálf 7 og gat ekki sofið legur. Davíð fór í vinnuna um kl 8 og ég fór að vinna í því að færa bílin okkar vegna þess að á fimmtud0gum og föstudögum eru göturnar þrifnar og þá má bara leggja öðru hvoru megin við götuna en það er ekki lítið vesen að þurfa að standa í þessu veseni því að eins og þið getið rétt ímyndað ykkur að þegar það má bara leggja öðru megin þá er helmingurinn af bílunum ekki með bílastæði sem þýðir bara eitt algjör ringulreið :S. En ég er s.s búin að fara þrisvar út í morgun til að vesenast í þessu en bíllinn er núna komin á stða sem hann má vara á þangað til næsta fimmtudag.
Annars er ég búin að þrífa alla íbúðina fyrir utan baðherbergið og er ég ekkert smá ánægð með mig :D, en hún var ekki alveg eins hrein og ég vildi sætta mig við. Núna sitjum við Moli bara hérna í leti en ég er svona ða velta fyrir mér að kíkja með hann út aðeins að labba vegna þess að ég held að honum leiðist soldið greyjinu.
Ég hef ekkert meira fyrir ykkur nema bara knúsa ;D
Fjóla og Moli
1 comment:
Dugnaður í þér að vana. Hér verður tiltekt á morgun :p
Knúsar
Post a Comment