Þá er fyrsti vinnudagurinn búinn og mesta pressan farin. Dagurinn var rólegur hjá honum, bara verið að koma honum inn í tölvukefið og svona en þetta tekur líklega hækt og rólega á flug á morgun. Davíð komst að því að hann fær frí á mornudaginn þar sem 4. júlí er á sunnudegi þannig að við fáum langa helgi saman sem er bara gaman ;D. Elísabet Bretlands drottning verður í N.Y á þriðjudaginn og það gæti verið að Davíð yrði sendur á fundin þar sem hún er að tala en við sjáum til með það eftir helgi ;D.
Núna í kvöld kíktum við í hundagerðið sem fylgir fjölbýlishúsinu sem við búum í, en ég var að komast að því að þetta hundagerði er það eina hér í margra km fjarlægð sem gerir það að verkum að þetta er eina hundagerðið sem fjölbýlishús hefur sem mér finst alveg magnað. Við hittum eina af konunum sem tók viðtal við okkur en hún á Havanese tík sem Moli hefur hitt einu sinni áður :D. Það var sko mikil fagnaðar læri hjá mínum þegar hann áttaði sig á því að hann var búin að finna hund sem nenti að elta hann hring eftir hring eftir hring í gerðinu en þau voru virkilega góð saman en Moli minn var búin að vera eitthvað down í dag af leiðindum :S. Konan sagði mér svo frá því að smáhundafólkið hittist venjulega kl 15:30 í gerðinu með alla hundana sína og leifa þeim að leika meðan mannfólkið spjallar og drekkur vín ;D. Við Moli mætum á slaginu á morgun ekki spurning ;D.
knúsar Fjóla og co
2 comments:
Frábært að það sé svona hittingur með hunda, vonandi finnur Moli góðan vin!
CWC#10D
Góða skemmtun og fullt af knúsum á ykkur öll :)
A7
Post a Comment