Wednesday, July 14, 2010

Rólegur dagur

Ég gerði ekki neitt að viti s.s pökkunarlega séð, í dag. Við Moli fórum út að labba í morgun eins og venjan er orðin hjá okkur. Ég kíkti svo í Bloom og keyfti Mountain Dew 6 kassa þannig að við ættum að eiga eitthvað í einhvern tíma ;9. Dollar Tree varð þess aðnjótandi að fá mig í heimsókn of ég verslaði þar fyrir nokkra dollara af dóti sem gott er að eiga.
Ég kíkti svo eftir hádegi út í laug og slappaði af með Önnu í Grænuhlíð og sólbaðaði mig :D. Ég er svo búin að skipuleggja gróflega hvernig planið er þegar pabbi, mamma, Hlynur og Dísa koma til okkar í heimsókn og er ég alveg hrillilega spennt að fá þau en það sem meira er að við Moli fáum smá Flórída frí með þeim í lok ágúst þar sem við þurfum að keyra Fabio Mola þangað. Núna er ég bara að bíða eftir því að fara í Zumba leikfimi en hann byrjar kl 6 pm.
Svanhvít frænka hafði samband við mig gegnum Facebook en hún er að huksa um að kíkja í heimsókn um miðjan september og er ég mjög spennt að heyra meira af því. Marisa og Jón eru líka að huksa um að kíkja í lok október yfir langa helgi en það er ekkert ákveðið þar þannig að ég bíð bara spennt :D.

Annars segi ég bara knús

Fjóla og Moli

1 comment:

Mamma og Pabbi said...

Aldeilis spennandi framundan hjá ykkur. Takk fyrir!