Friday, July 23, 2010

Central park ævintýri

Við Moli fórum saman til Manhattan og slöppuðum af í sólinni, ja Moli var nú samt meira í skugganum, og ég las bók og hafði það kósý meðan við biðum eftir að Davíð kláraði vinnuna sína :D. Það var frábært veður og fult af fólki að sólbaða sig í garðinum, hestvagnarnir út um allt með farðega og allir að njóta dagsins.
Planið var að fara á Ketz Deli eftir vinnu hjá Davíð en það var löng lestarferð og við vorum með Mola og það var tekið fram á heimasíðunni að það væri alltaf löng bið þannig að við ákváðum að fara bara heim og panta pízzu þar sem við vorum glor soltin og vildum fá eitthvað fljótlegt ;D.
Planið í dag aftur á móti er að fara loksins á Katz deli en ég ætla að fara og hitta Davíð eftir vinnu.
En hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.

Moli að slappa af í skugganum :D

Ég að lesa Önnu mína :D

Moli að fylgjast með fuglunum

Ég

Fuglarnir voru allt í kring um okkur

Í Central park er núna tívolí sem er þarna á bak við mig og svo auðvita háhýsin :D

Knúsar frá okkur Mola

3 comments:

Anonymous said...

Rosalega lítið þið Moli vel út ;D

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

ohh takk fyrir það :D Kristín mín :D

Anonymous said...

Knúsar á ykkur :)
A7