Davíð kom í gær og var það að ná í hann bara alveg þó nokkuð mikil lífsreinsla fyrir okkur Mola. Ferðin til D.C gekk vel en þegar við vorum komin og biðum fyrir utan gerðist tvent sem ég hef aldrei lent í áður.
1. Ég sá alveg heilan haug af Rottum sem voru bara að dúlla sér í grasinu og hoppa og skoppa í leik rétt fyrir framan Union Stadion en ég hef ALDREI séð rottur svona in real live ;D.
2. Þegar við sátum í bílnum bara barkeruð fyrir aftan aðra konu (og by the way ekki beitt í rassinum á henni eða neitt svoleiðis) þá allt í einu bregður mér við það að hún bara í gúdí fíling BAKKAR Á MIG!!!!!! Sem betur fer sást ekkert á mínum bíl og hennar þannig að það þurfti ekkert að standa í neinu tryggingaveseni en samt alveg tíbíst þegar ég er í 100% rétti þá græði ég ekkert ;D ekki það að ég hefði grætt neitt þetta hefði verið svo ódýrt og sjálfsábyrgðin okkar er $500.
En í dag erum við búin að vera upptekin. Við fórum í Costco og versluðum helling fyrir okkur og fyrir pabba og mömmu en meðal þess var baked snakk í litlum pokum, þurkað mangó ummm... og svo það sem er mesta snildin þá keyftum við svona platta til að hafa tölvuna mína á þegar ég sit í sófanum eða eitthvað en það sem meira er þar sem tölvan mín hitnar alveg rosalega mikið þá er þessi platti með tveim viftum í til að hjálpa til við að kæla hana :D algjör SNILD.
Við létum líka prennta út 750+ myndir þar sem það var tilboð aðeins 9 sent myndin sem þýðir að við fengum allar myndirnar á $72 ca :D algjör SNILD líka :D. En þegar heim var komið ákváðum við að baka bollur og brownies svona í tilefni dagsins og svo skelltum við okkur út í sólbað í tvo tíma ca :D.
En núna erum við nánast búin að fylla bílinn af dóti fyrir ferðina til N.Y. á morgun en planið er að leggja afstað í kringum hádegið.
En nóg með það bið Guð að vera með ykkur og knúsar héðan :D.
Kv Fjóla og co
No comments:
Post a Comment