Monday, January 11, 2010

Síðasti dagurinn hans tengdapabba :(

Í dag vöknuðum við snemma og fórum í kirkju þar sem Sveinbjörn hitti Veroniku og Gary og hafði gaman af held ég :D. Eftir kirkjuna ákváðum við að kíkja í mallið þar sem Todai er og fengum okkur að borða á Todai í hádeginu en það er japanski staðurinn sem við fórum á með Sveinbirni síðast þegar hann kom. Það er alveg spurning Berglind að fara með ykkur þangað það er soldið gaman :D. Við röltum svo um í mallinu og keyftum eitthvað smotterí eina jólamynd, Boston Legal og jólakort fyrir næsta ár :D en þau eru svo ódýr núna. Ég ákvað svo að fara með Sveinbjörn í Whole Foods vegna þess að ég vissi að hann myndi elska þessa búð and I was not wrong ;D. Á leiðinni heim kíktum við á kirkju í D.C.
Núna erum við komin heim og ætlum að gera alvöru Southern cooking pulled chicken, corn bread and sweet potatoes ummm...
En nóg með það hér koma myndir dagsins :D

ég náði svo klikuðum myndum af fuglunum í trjánum á litlu myndavélina

Gæðin eru æðisleg en ég stóð ekki nálægt

Davíð í Whole Foods en Sveinbjörn keyfti svona lítil epli ógósæt :D

enda heita þau Lady apples ;D

Risa ostur en þið sjáið höndina hans Davíðs

Það er til alskonar soð í Whole Foods en þetta er kjúklingasoð þar sem kjúklingarnir hafa fengið að ganga frjálsir :D

Við fundum Höfðingja ost og ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég varð svo kát :D

einig er hækt að fá Stóra Dímon :D

Fundum loksins smjörið :)

Skemmtilegt nafn á þessum osti

Knúsar

4 comments:

Anonymous said...

wwwwhhhhaaaatttt??? We did NOT see smjör yesterday! I wonder if you guys get more Icelandic products because your closer? hhhmmmm....but we did have the Siggi skyr today and it was ok, I miss my Kea Skyr. :(

-rissy

Anonymous said...

Ég kem með ykkur í Whole food næst :)
Knúsar
A7

Mamma og Pabbi said...

En það er nú stutt í næstu heimsókn hjá ykkur! Vá þessi heildsala er algjör snilld, við viljum koma með líka.
Kveðja
B21

Unknown said...

Já snilld mér líst mjög vel á Todai og ég veit að Jónó er mjög spenntur fyrir japönskum hann var einmitt að segja mér það í gær :) en ótrúlega fyndið að það sé hægt að kaupa íslenskt smjör, höfðingja og dímon þarna hehe algjör snilldar búð :)