Saturday, January 23, 2010

7 dagar :D

Jæja þá er bara vika í að þau koma :D það hljómar strax betur en 8 dagar ;9.
Ég hef verið að skrappa í dag og í gær en ég er byrjuð á minni 5 skrapp bók :D. Þessi skrappbók hefur yfirskriftina vinir og útilegur samt aðalega vinir. Ég er búin með fyrstu átta blaðsíðurnar en það er fyrsta útilegan okkar Davíðs og svo útilegur, sumarbúsaðaferðir og annað með Marisu og Jóni. Ég er með heilan búnnka í viðbót af myndum sem ég á eftir að gera sem kemur seina :D en það tekur bara smá tíma ;D en ég er með svo mikið af myndum af góðum mynningum með frábærum vinum sem við söknum mikið frá Íslandi :(.
En Davíð er í prófi í dag og fer hann að vera búinn og kemur þá heim. Annars er veðrið í dag fallegt þannig að spurningin er hvort maður reini ekki að nota hann í eitthvað gáfulegt eins og að fara út með Molan okkar í labbitúr :D hann þá það svo skilið litla dúllan ;D.
En nóg um það hér koma myndir af nýjustu skrappbókinni

Þetta er fyrsta útilegan okkar Davíðs en það tók sinn tíma að setja tjaldið okkar upp í fyrsta sinn og bara smá pirringur í gangi ;D. Það eru reyndar líka myndir frá annari útilegu en það skiptir ekki öllu ;D

Við fórum ósjaldan í útilegu með Marisu og Jóni og eru þær mynningar mér mjög hjartnæmar enda áttum við alveg frábæran tíma með þeim. Þarna erum við á Þingvöllum

Þetta eru myndir frá útilegu sem við fórum með þeim í og tjölduðum hjá Skógarfossi gegjað gaman :D

Sumarbústaðar ferðir okkar eru ógleymanlegar

Nokkrar frá því að Johny Wilson var hérna ;D

Knúsar á ykkur og ég set inn meira þegar ég er búin með meira ;D

2 comments:

Anonymous said...

Þetta eru rosalega flottar bækur á nokkrar svona hundabækur en hef ekki gert það með öðrum myndum.

Knús Kristín

Mamma og Pabbi said...

Gott með'ig, alltaf gaman að hafa góðar minningar, sérstaklega með góðum vinum. Frábærar þessar skrapp bækur hjá þér!
Kveðja
B21