Wednesday, January 20, 2010

10 dagar

Fátt að frétta hérna frá mér. Við Moli erum búin að vera ein heima í allan dag en Davíð er enþá í skólanum og er með bílinn þannig að við höfum ekki gert mikið. Við fórum reyndar út að labba bara þetta venjulega.
En n´´yjustu fráttir eru þær að Davíð minn, DAVÍÐ MINN fékk hæstu einkunn í prófinu sem hann tók í Georgetown :D. Við erum að tala um að þetta er sú einkunn sem hann var að bíða eftir því hún segir best um hvar hann stendur gagnvart samnemendum sínum og hann fékk A (en Georgetown gefur ekki A+). Við erum að sjálfsögðu alveg í skýjunum og vonandi er þetta nóg til þess að Davíð átti sig á hvað hann miklumeira en verður þess að vera í þessum skóla og stefnan er sett hátt núna svona þegar það er búið að staðfesta fyrir honum að hann geti þetta :D. Við erum svo óendanlega þakklát Guði fyrir allt sem hann gerir fyrir okkur og þetta er betra en hækt var að vonast eftir :D.

Knúsar frá okkur en við ráðum okkur ekki af kæti :D

6 comments:

Riss! said...

yay! go Davíð! and for Georgetown too! Jón finished off his semester with all A´s...we have such clever men. I think a perfect celebration would be a roadtrip to California in the summer!!!

Helga said...

Æðislegt, til hamingju með nördið :)
Knúsar héðan

garðhus said...

sæl krútt þið eruð æðisleg.
Davíð þú ert ótrúlega duglegur að koma í svona nýtt umhverfi og rota skólakerfið eins og ekkert, sé en það er mikill sjálfsagi á bak við þetta það vitum við.
Innilega til hamingj við amma erum svo glöð með ykkur
amma og afi Garðhús

Anonymous said...

Ekkert smá flott hjá honum innilega til hamingju knús á ykkur

Kristín, Sóldís og Aris

Unknown said...

Frábært, til hamingju með þennan frábæra árangur!! :)

Fjóla Dögg said...

Takk öll við erum svo þakklát :D