Monday, January 11, 2010

Þá er alvaran byrjuð...

...aftur. Davíð fór í skólann í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí en hann er þar enþá og kemur ekki fyrr en að nálgast hálf 10. Við Moli sitjum heima södd og sæl í leti.
Í dag eru 18 dagar í að Berglind frænka og JónÓ komi í heimsók :D. Við Davíð höfum lagt hausinn í bleyti og erum að finna út hvað er skemmtilegt að gera án þess að ofgera greyið Berglindi og Jóni.
Annars ætlað ég að byrja að taka niður jólaskrautið í dag en það varð víst ekkert úr því. Davíð tók til hérna heima þannig að við eigum að geta hafist handa við að taka niður jólaskrautið á morgun en planið er að pakka því þannig saman að það er tilbúið til útflutninga því við eigum ekki eftir að halda jól í þessarí íbúð aftur.
Annars er Davíð minn ekki búin að fá eina einustu einkunn og er hann orðin soldið mikið þreyttur á því skiljan lega. Við vissum að þær myndu koma í seinastalagi 16. jan og það lýtur allt út fyrir að þær komi ekki degi fyrr :S.
Ég er svona hækt og rólega að átta mig á því að skólinn hjá davíð er tekin við aftur sem þýðir meiri einvera :S en ég hef nóg að skrappa og svo má ekki gleyma því að við erum meira og minna með gesti hjá okkur þessa skóla önn hans Davíðs. Við skulum fara yfir þetta:

1. Janúar: Sveinbjörn
2. Janúar-Febrúar: Berglind og JónÓ
3. Mars-Apríl: Linda, Sveinbjörn, Guðlaug og Benjamín (líklega kemur hann með)
4. Maí: Linda, Sveinbjörn og Guðlaug
5. Maí: Ég fer til Noregs á Eurovision að hitta Helgu og Kristínu :D
6. Júní-Júlí: Hlynur og Dísa (líklegast)
7. Júlí-Ágúst: Vonandi förum við Davíð í rode trip til Californiu að hitta Marisu og Jón og Benjamín

Þannig að það er nóg að gera hjá okkur næstu mánuði sem ég elska. Ég vonast alltaf til að hún Helga mín komi en það er nú ekki alveg í spilunum held ég þar sem hún var að fá nýjan hvolp þannig að ég verð víst að bíða eftir því eitthvað lengur.

En nóg um það ég ætla aðeins útr með litla barnið ;D

6 comments:

Dagný said...

Vá! Það munar ekki um heimsóknirnar.
Fjör framundan hjá ykkur hehe

Ég sá hvolpinn hennar Helgu um daginn, hann er ótrúlega mikið krútt! pínkupons!

En eruð þið að fara að flytja eitthvað annað? Er bara að pæla þar sem þú sagðir að þið haldið ekki aftur jól í þessari íbúð.

Fjóla Dögg said...

já þegar Davíð klárar þá vitum við ekkert hvar hann fær vinnu og þetta er bara leiguíbúð ;D

Helga said...

Frábært að þú sért með svona margar heimsóknir :D Get nú ekki státað af því sama hér, nema auðvitað að þið komið í maí sem verður æði :D
En það sem fyrst og síðast hefur komið í veg fyrir að ég hafi getað komið í heimsókn eru peningar og tími því af hvorugu á ég nóg :(
En ég hef alltaf augun opin og vona ég geti komið sem fyrst, langar svo að heimsækja ykkur meðan þið eruð í Washington.
Knúsar frá mér og Fróða

Fjóla Dögg said...

já satt Helga ég veit að þetta er ekki mjög auðvelt fyrir þig elsku dúlla. Þú ert alltaf yndislegust.

Anonymous said...

O það veðrur svo gaman hjá okkur í maí hlakka svo til :D

KNús Kristín

Unknown said...

ó mæ það eru bara 18 dagar!! vúhú! hlakka ekkert smá til að hitta ykkur!! það er nú alveg komin tími til ;) hehe