Thursday, January 14, 2010

jæja...

... ég er byrjuð að taka niður jólin. Ég nenti ekki að bíða eftir að Davíð hefði tíma en ég er s.s búin að taka allt skraut af trénu og allt annað er komið niður inni í stofu. Það eina sem er eftir er að taka niður tréið sjálft og smá skraut inni í svefnherbergi meðal annars jólaþorpið sem ég tek niður líklega núna á eftir eða á morgun.
Það er samt alveg rosalega tómlegt hérna núna ekki alveg eins kósý :S.
Annars er ég bara að hanga heima meðan Davíð er í skólanum. Ég þarf að gera to do list NAUÐSYNLRGA en það eru ákveðnir hlutir sem þarf að gera áður en Berglind og Jón koma en það er svo gott að vera með svona dead line því þá gerast hlutirnir hraðar ;D.
En planið er að fara í göngu núna á laugardaginn og hlakka ég mikið til þess :D en þetta er orðinn hápungtur vikunar hjá mér :D.

Annars sendi ég bara knúsa heim

2 comments:

Helga said...

Við erum greinilega samtaka í þessu :D Ég er einmitt að taka niður jólaskrautið hjá mér núna þar sem ég fæ heimsókn í kvöld.
Væri gaman að heyra í þér fljótlega Fjóla mín. Alltof langt síðan síðast.
Knúsar.

Anonymous said...

Við ákváðum að framlengja jólunum aðeins hjá okkur svo jólatréð fór fyrst niður í gær :) En þá var reyndar bara eftir jólaskraut í stofunni.
Knúsar
A7