Thursday, January 28, 2010

2 dagar :D :D :D :D :D

Stolið af cuteoverload.com ;D

Berglind og JónÓ leggja afstað til Boston í dag :D. Þau ætla að vera þar tvær nætur og koma svo seinnipart laugardagsins til okkar :D. Ég er búin að fara yfir dagskrána okkar þegar þau koma og er svo spennt að fá þau og að við getum fengið að njóta þess að eiga góðan tíma saman.
Annars er alltaf jafn mikið að gera hjá honum Davíð mínum eins og alltaf og er hann duglegasti maður í öllum heimi. Ég er annars að fara á morgun og hitta Veroniku og Jónu til að tala saman um hvernig hækt er að vekja áhuga hjá krökkunum þeirra á að læra íslensku.
Annars erum við Davíð búin að ákveða að bjóða sjálfum okkur á Þorrablótið hjá íslendinga félaginu þótt það kosti soldið mikið :S. Það verða bara svo margir sem við þekkjum þar og margir sem við viljum kynnast nánar og þetta er náttúrulega eins íslenskulegt og hækt er þegar maður býr í Bandaríkjunum :D. Ég var einmitt að hjálpa veroniku í gær að tala við nýjan kokk sem er tilbúin að koma frá Íslandi og elda fyrir okkur þar sem fyrsti kokkurinn beilaði á þau :S.
Svo fer að koma að Super Bowl og þá förum við til Möggu og Orlando og hlökkum við mikið til þess :D.

En það var ekkert fleyra nema bara knúsar á ykkur og Guð veri með ykkur

Fjóla og co

1 comment:

Unknown said...

vúhú!!! það er svo stutt í að við sjáum ykkur! okkur hlakkar svo ótrúlega til að sjá ykkur sætu skötuhjú! Nú er það bara, ekki á morgun heldur hinn jeee :)