Í dag er alveg æðislegt veður þannig að við Moli skelltum okkur í göngu eftir að hafa átt alveg yndislegt samtal við Helgu mína.
Ég er loksins búin að fara niður á DMV og sækja um Virginiu ökuskírteini þannig að ég er orðin löglegur resident hérna í Virginiu ;D. Við vorum mætt svona ca korteri eftir opnun og það var strax löng röð ekki bara inni heldur úti líka. Við biðum í svona allavegana klukkutíma sem er samt betra en ég þorði að vona þegar ég mætti á svæðið.
Davíð er í skólanum og við Moli erum heima að hafa það rólegt þangað til ég fer á Íslendinga hittinginn í kringum 6 leitið. Veronika ætlar að ná í mig en Davíð ætlar að koma beint úr skólanum og hitta mig þar.
Ég er alltaf farin að huksa meir og meir út í það að Davíð fer bráðum að klára þetta nám sitt og þá tekur óvissan við en það er soldið ógnvekjandi að vita ekkert hvar við verðum eftir þann tíma. Við getum fátt gert nema treysta Guði og trúa að hann muni vel fyrir sjá en við yrðum mjög þakklát fyrir allar bænir þegar þessi vinna hefst í leit að atvinnu fyrir Davíð.
Annars er allt gott að frétta af okkur eins og alltaf við höfum það betra en mjög gott ;D.
Meira seinna.
Over and out Fjóla
1 comment:
Það var sko alveg kominn tími á að spjalla í dag :)
Ég hef ykkur í bænum mínum einsog alltaf, efast ekki um að það eru góðir tímar framundan hjá ykkur Davíð.
Hjartans knúsar og kveðjur frá mér
Post a Comment