Saturday, January 16, 2010

Þriðja ganga ársins...

...búin og sko engin smá ganga. Nei gott fólk við löbbuðum hvorki meira né minna en 20 km!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það tók okkur tæplega fimm tíma og Moli labbaði alla leiðina enda er hann duglegasti Chihuahua hundur í heimi :D. Þessi gangar var sú erfiðasta sem við höfum farið í hingað til mikið svona upp og niður vesen, það var soldið um drullu og enþá snjór út um allt þannig að við vorum vel mareneruð á fótunum þegar við komum heim og lyktin eftir því :S.
En göngu leiðin sem við fórum var mjög falleg og skemmtileg en ég segi alveg hiklaust 5 km of löng ;D. Við erum núna komin heim búin að fá okkur að borða og búin að horfa smá á Svínasúpuna og er planið að fara að þvo af sér skítafíluna á meðan Moli lúllar þessi elska ;D.
En gjöriði svo vel hér koma nokkrar myndir :D.

Davíð sæti í byrjun göngu, takið eftir því hvað hann er kátur ;D

Davíð sæti

Tré sem hafa fallið eru út um allt eins og sjá má

Þetta tré hefur verið nagað af Bjór og hann búinn að búa til stíflu (sést kanski ekki eins vel og ég vonaðist til)

Moli fallegi að bíða eftir að við höldum áfram

Davíð þegar við vorum svona ca hálfnuð s.s 10 KM búnir!!!!!!!!!!!!!!!!!! En seini helmingurinn var ekki auðveldari :S

Duglegi kortalesarinn minn en ég veit vel að ef ég væri ein á ferð myndi ég askvaða inn í skógjinn á fullri ferð og sjást ekki aftur fyrr en eftir viku eða svo ;D (en ég hef ekki mikla þolinmæði í svona korta les)

en af mér og Davíð eitthvað að brosa af Mola

Það var sumstaðar svo mikil drulla að við hjuggum niður nokkur tré til að sökkva ekki niður í svaðið ;D

Davíð var eitthvað pirraður svona undir lok göngu að hann reif eitt tréið upp með rótum enda orðin VEL blautur í fæturnar en ef það er eitthvað sem Davíð þolir ekki þá eru það blautur skór HAHAHAHA :D

Knúsar frá okkur og ég vona að þið hafið jafn gaman af því að lesa þetta blogg eins og við hofðum að skrifa það :D

6 comments:

Mamma og Pabbi said...

Vá hvílíkt labb, okkur finnst passlegt að labba það sem ykkar ganga var of löng, þ.e. 5km! Svakalega er moli duglegur, virðist ekki blása úr nös!
Kærar þakkir fyrir skemmtilegar myndir og fréttir af ykkur.
Kveðja frá B21

Anonymous said...

Það er naumast dugnaðurinn í ykkur :) Flottar myndir og ótrúlegt að Moli geti labba svona langt á litlu þófunum sínum.
Knúsar
A7

Tomas said...

Dugnadur!!! Otrulega fallegt umhverfi (ju og audvitad gongugarparnit medtaldir). Ekki slaemt ad geta farid ur malbikinu i svona umhverfi!

Helga said...

Svaka dugnaður að skella sér í svona almennilega göngu :) Ég fór nú öllu styttri göngu með Fróðakallinn í dag, enda töluvert meiri snjór og meiri kuldi hér.
Bestu kveðjur, Helga

Riss! said...

BEASTS!

Anonymous said...

Æðislegar myndir hefur gerinilega verið mjög gaman og gott veður bara á peysunni :D

Knus Kristín