Jæja nú sit ég í bílaleigubílnum hans Sveinbjarnar á leið heim frá New Jersey eftir fína ferð þangað :D. Ég borðaði algjörlega yfir mig af indverskum mat í hádeginu og er alsæl. Ferðin gekk mjög vel í alla staði og var gaman að fá að fara og skoða aðeins New Jersey og borða á framandi matsölustöðum ;D.
En núna erum við á leið heim og eru þrír tímar í að við lendum heima í Virginiu. Davíð er að lúlla með Molann sinn í fanginu sem er líka að lúlla. Ég er að reyna að drepa tímann með því að blogga og horfa á Litlle People BIG world á netflix ;D.
Ég tók nýu litlu nikon vélina mína sem ég fékk í afmælisgjöf frá pabba og mömmu þannig að þið megið dæma myndirnar úr henni :D en ég er mjög ánægð með hana en hún er soldið flókari en stóra vélin mín þannig að ég er að figta á fullu og reyna að átta mig á henni :D.
Þetta er föstudags morguninn en það snjóaði um nóttina
Davíð með farangurinn okkar
Moli á leiðinni til N.J en hann lúllaði á öxlunum á pabba sínum
Feðgarnir uppi á hótelherbergi
Við tókum smá rölt í down town Princeton og þar fórum við inn í búð þar sem Einstein verslaði alltaf peysurnar sínar og komumst að því að þessi búð notar íslenska ull þannig að við erum að tala um að Einstein notaði íslenskar lopapeysur HAHAHAHA ;D
Davíð mátaði þessa húfu en keyfti hana því miður ekki var svo flott
Þetta er hvorki meira né minna en al íslenskur uppstoppaður hrútur sem var fyrir framan Einstein búðina :D (sko ég var ekkert að ljúga)
Eins af skólabyggingum Princeton skólans
fleiri Princeton hús
Mjög fallegt og skemmtilegt svæði
Sólarklukka á einu húsinu
Flott listaverk
Þetta er svo hús Einsteins en í dag býr þar Nóbelsverðlaunahafi sem klæðir sig upp sem Einstein á Halloween og gefur krökkunum nammi ;D
Guð blessi ykkur elsku
Fjóla og co
6 comments:
Frábært að geta fylgst svona með ykkur. Knúsar á ykkur öll og góða ferð heim :)
A7
Ég er líka alltaf að horfa á little people big wold en ertu búin að sjá little couple þættina? rosa skemmtilegir þættir :-)
Kveðja
Kolla
Flottar myndir, ekki hissa að Einstein noti íslenska lopann, enda eina vitið :p
Frábærar myndir úr nýju vélinni, þú verður fljót að læra á hana. Flottur hrúturinn, alveg ekta flott horn! Takk takk!
B21
How fun! Hope you guys got some rest! You were so very tired last night, but it was nice to be able to see you! Little People Big World...love it, I also like The Little Couple.
Knús,
Rissy
Svo gaman að sjá myndir þú ert svo dugleg að taka myndir skvís :)
Kristín
Post a Comment