Friday, January 08, 2010

komin til New Jersey....

....og ég sit hérna með Mola á hótelherberginu okkar meðan kallarnir eru að fundast. Þeir koma líklega í kringum 6 að ná í mig þannig að ég þarf ekki að bíða mjög lengi í viðbót. Ég ætlaði að skella mér í leikfimi en mér er búið að vera svo kalt að ég bara hef ekki komið mér út :S. Ég er samt að spá í að kíkja eftir svona hálftíma og vera í svona hálftíma bara til að gera eitthvað ;D.
Annars er ég ekki sátt með Marriott hótelin en þegar við mættum á svæðið þurftum við að borga $100 aukalega vegna þess að við vorum með Mola ekki búið að minnast neitt á það eða láta vita eða neitt :S. Þegar við Davíð forum á LaQuinta þá borgum við ekki dollar aukalega fyrir Mola. Ég er með geðveikan móral yfir þessu og vildi náttúrulega borga Sveinbirni til baka vegna þess að þetta er alveg fáránlegt en hann vildi það ekki :S.
Núna er Moli að bofsa upp úr svefni enda löng ferð hingað og hann þreyttur.

En nóg í bili, knúsar Fjóla

2 comments:

Unknown said...

Hallá skvísí, ég er ekki ennþá búin að komast á netið til að kíkja á facebook þar sem við vorum ekki komin með netið heim til okkar fyrr enn í gær og ég er búin að vera að vinna á fullu og það er ekki hægt að fara á facebook í vinnunni, en ég heyri pottþétt í þér á morgun þá er ég komin í frí :)

Anonymous said...

Slepptu öllum móral - njóttu þess að vera á ferðinni :)
Knúsar
A7