Sveinbjörn er kominn til okkar og við höfum haft nóg að gera. Í gær fórum við á búðarrölt og náði hann að klára nánast allt þann daginn sem hann þurfti að kaupa. Ég bjó svo til græna karrý réttinn okkar Davíðs og féll hann vel í kramið hjá köllunum ;D. Í dag (7. janúar) fórum við í rúmlega 10 km langa göngu sem tók okkur 2 og hálfan tíma á rólegu labbi með nokkrum les stoppum ;D. Moli arkar þeta með okkur eins og hetja enda ekki vanur að vera með einhvern aumingjaskap þótt lítill sé ;D. Leiðin sem við löbbuðum var auðveld þrátt fyrir að vera aðeins meira upp í móti en sú fyrsta sem við fórum í (enda var hún alveg flöt). Þegar við vorum komin heim og búin að fá okkur hádegismat og óska ömmu Löllu til hamingju með daginn og panta hótel fyrir ferðina sem við förum í á morgun til New Jersey (Sveinbjörn að fara á einhverja fundi) þá fóru strákarnir - Moli í Cosco og í Safe way að versla en ég sat heima á meðan og spilaði Sims ;D.
En á morgun s.s förum við snemma afstað og verðum eina nótt í New Jersey sem er bara gaman og auðvita kemur Moli með.
En hér koma myndir frá deginum í dag njótið :D.
Davíð náði myndum af fuglunum okkar
háma í sig brauð
þeir elska brauðið okkar og eru ekki lengri að slátra tveim þrem brauðsneiðum
feðgarnir tilbúinir að leggja í hann
Sveinbjörn ætlaði sko ekki að láta fram hjá sér fara í appelsínugulu úlpunni sem hann var að kaupa en ég er búin að stríða honum soldið út af henni ;D. Geyjið kallinn
Við röltum smá á strönd sem var þarna líka
Moli að rifja upp áferðina á sandinum ;D
Tré
Feðgarnir flottir í góða veðrinu
þessi er soldið skemmtileg en þetta er bara eins og strönd á heitu svæði em svo er klaki í vatnin
Fallegt
Fallegastur ;D
Moli með afa sínum
Fugl í tré
Ég, Moli og Sveinbjörn (Moli að sleikja útum ;D)
Ég fékk svo að prófa göngustafina þar sem ég er búin að gera svo endalaust grín af því að vera með göngustafi en það var gaman að prófa þá ;D
Knúsar Fjóla og co
2 comments:
Flottar myndir :) Þið týnið ekki Sveinbirni meðan hann er í nýju úlpunni sinni :D
Góða ferð til New Jersey
Knúsar
A7
Þið eruð ekkert smá dugleg að fara í svona langa gönguferðir! Ótrúlega fallegt umhverfi og skemmtilegar myndir :)
Post a Comment