Wednesday, January 06, 2010

Afmælisdagurinn minn

Jæja núna er Sveinbjörn tengdapabbi kominn og við sitjum hérna við eldhúsborðið og borðum morgunmat eftir að hafa troðfylt ískáp og fyrsti af alskonar íslensku gúmmelaði t.d. saltfisk, lakkrís, jólaöli, osti o.s.fv. Ég fékk líka afmælisgjafir frá Hlynsa bróssa spil sem ég get ekki beðið að spila :D, frá Helgu minni fékk ég svo fallegt Íslenskt hálsmen (sem ég by t he way sá um hálsin á þér Helga og var næstum því búin að kommenta á :D), heimagert hálsmen og eirnalokka svo fallegt takk Helga mín og fallegan engil sem fær að vera á náttborðinu mínu :D. Tengdó gáfu okkur líka auka gjöf tvær nótnabækur fyrir píanóið :D.
En núna sit ég hér og skrifa þetta blogg meðan það eru hörkusamræður um ástandið heima á Íslandi :S.
En nóg um það við fórum út að borða í gær og á alveg rosalega skemmtilega leiksýningu sem heitir Shear Madness og var alveg rosalega skemmtileg sýning. Hún gerist á hárgreiðslustofu og svo er framið morð og það er einhver á stofunni sem framdi morðið og við hjálpum til við að leysa ráðgátuna ;D. Í hléinu töluðu leikararnir við leikhúsgesti og fékk Davíð þrjú komment á bindið sitt en þeim fanst það svo flott ;D.
En ég ætla að láta myndirnar segja frá restinni ;D.

Ég ný vöknuð og byrjuð að opna pakkann frá Kristínu minni :D

Ég fékk súkkulaði ummm.... og skartgripi sem ég reykna með að Kristín gerði sjálf og þú mátt alveg vita það Kristín að ég var með hálsmenið, eyrnalokkana og armbandið þegar ég fór út um kvöldið :D.
Davíð minn gaf mér risa kort sem smá sárabót fyrir að aðal afmælisgjöfin mín var ekki komin en þið fáið að sjá hana þegar hún kemur ;D

Ég fékk svo köku með hvítu kremi eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að fá á afmælinu mínu :D umm hún var svo góð en hún er farin í ruslið núna s.s það sem var eftir af henni, þar sem við meigum ekki borða neitt núna

Þá erum við komin á matsölusaðinn en við borðuðum á topp hæð Kennedy Centersins en leksýningin var þar líka :D

Davíð sæti kallinn minn

Bestasti maður í heimi :D

En ég sendi bara mikla knúsa og vona að þið hafið það gott og þakka svo endalaust fyrir allar kveðjurnar þær skipta mig meira máli en þið haldið :D

kv Fjóla

2 comments:

Anonymous said...

Flottar myndir og kaka :)
Knúsar
A7

Helga said...

Gott að þú varst ánægð með hálsmenið :D Ég var einmitt að reyna að fela það þegar ég var að tala við þig, hélt það sæist ekki.Darn. Á sko eins :p
Knúsar héðan