Tuesday, January 05, 2010

Afmælisbarn :D

Jæja þá er mín bara orðin 26. ára :S...... Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um það. Ég veit ekkert hvað við ætlum að gera í dag nema það að við förum eitthvað flott út að borða sem er alltaf gaman ;D.
En í dag er ekki bara afmælisdagurinn minn og Marlins Mansonar :S (það var alltaf eina fræga persónan sem átti afmæli sama dag og ég þegar ég var í yngri) en það vill svo til að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti í dag icesaves ákvörðun sína og ég sem hélt að það gerðist aldrei neitt á afmælinu mínu nema eitthvað leiðinlegt eins og skólinn að byrja og allir að átta sog á því að jólin eru búin :S.
En nóg um það í gær fórum við í fyrstu göngu ársins. Við keyftum okkur nefnilega svona göngubók með fult af flottum gönguslóðum nálægt okkur og ætlum við að vera dugleg og fara allavegana einu sinni í viku í göngu. Við byrjuðum bara hækt og löbbuðum 6,25 km á jafnsléttu en höfðum mjög gaman af þrátt fyrir skíta kulda. Moli var náttúrulega alveg í skýjunum og naut sín í botn. Sveinbjörn tengdapabbi er svo að koma á morgun og ætlum við að draga hann með okkur í eina góða göngu líka áður en hann fer.
Ég hef ekkert annað að segja en að vana fáið þið nokkrar vel valdar úr göngunni í dag.

Ég var s.s með nýju linsuna og Davíð gaf mér líka svona UV filter sem ég set fremst á linsuna og er því frábær utandyra. Hérna er einhverskonar spæta held ég :D

Davíð minn upp dúðaður og með púlsmælirinn (hann gerir fátt þessa dagana án þess að vera með hann ;D)

Mamma ég sá ÍKORNA.......

Ég og Moli að labba í skógjinum en mér var svo ís kalt að það tók mig marga tíma eftir að ég komst loksins heim að hita upp hendur og andlit. Við Davíð vorum líka bæði í náttbuxum innanundir gallabuxunum til að drepast ekki alveg úr kulda ;D

Svona var allt frosið en þetta er mýrlendi og því fult af frostnu vatni út um allt

alveg eins og það sé ekki frosið ekki satt ;D?

Moli að speigla sig á klakanum

Flotti hefðar prinsinn

hlauða í genum tré gaman, gaman

og svona var sólsetrið á leiðinni heim.... fallegt

Guð blessi ykkur öll og eigiði góðan dag :D

6 comments:

Anonymous said...

Happy Birthday skvís!
We love you so very very much and hope you have a very very good birthday!

Love,
Jón og Marisa

Anonymous said...

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Fjóla Dögg, hún er 26 ára í dag!!!!!!!
Hjartanlega til hamingju með daginn Fjóla mín! Njóttu dagsins!Vonandi náið þið Davíð að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Fullt af afmælisknúsum :) :) :)
Tengdó og Guðlaug María

Mamma og Pabbi said...

Til hamingju með daginn elsku Fjóla okkar! Vá, orðin 26 ára, litla stelpan okkar. Hafið það gott í dag, gerið eitthvað skemmtilegt.
Kveðja
B21

garðhús said...

til hamingju með daginn og gleðilegt ár, það er líka frost hjá okkur amma og afi

Anonymous said...

Innilega til hamingju með daginn elsku Fjóla mín vonandi hefur dagurinn verið frábær og vona að kvöldið verði ennþá betra :D
Glæislegar myndir hjá þér :)
Knús og kossar Kristín og voffarnir

Helga said...

Til hamingju með afmælið bestasta vinkona :D Bið Guð að gefa þér yndislegan dag.
Afmælisknúsar frá mér (og Emmu og Fróðaling)