Thursday, January 21, 2010

9 dagar

Það styttist og styttist í að Berglind og Jón Ómar koma :D.
Ég var að koma heim frá Veroniku en hún bað mig um hjálp við að búa til merkispjöld með íslenskri þýðingu á öllu sem er heima hjá henni þannig að þetta tekur smá tíma en við fórum í gegnum stofuna og eldhúsið í dag ;D.
Annars erum við svona að ná að snerta jörðina eftir gleði fréttirnar í gær s.s einkunina hans Davíðs :D. Við þökkum öllum kærlega fyrir hamingju óskirnar :D.
Annars var ég að leggja loka höndina á fyrstu skrapp bókina hans Mola með myndum frá því hann var bara pínu peð og þar til við fluttum hingað út. Þetta eru að sjálfsögðu bara vel valdar myndir því ég veit ekki hveru mörg þúsund myndir ég á af þessum hundi ;D.
En ég hef fátt annað að segja bið bara að heilsa og njótið vel :D

Moli með bærðrum sínum þeim Leo og Ares þegar þeir bjuggu enþá hjá Kollu ræktanda :D. Moli var eini loðni hvolpurinn í gotinu en foreldrar hans eru bæði loðin og snögg s.s mamman er loðin og pabbinn er snöggur

Moli kominn heim í Brúnastekkinn en þetta eru myndir frá fyrstu vikunum okkar með hann :D

Moli að naga bein (vinstramegin) en maður þarf víst mikið á því að halda þegar maður er að fá fullorðinstennur ;D. Svo erum við með fleyri hvolpa myndir af honum hinumegin

Þegar Moli var lítill, og Davíð fór á klósettið, kom hann alltaf þangað inn og kom sér fyrir í buxunum hans en þetta gerði hann mjööög oft ;D. Svo er það náttúrulega hnetusmjörsdollan góða

Fallegar myndir af Mola í íslenskri náttúru, gerist ekki betra en það

Moli og fjaran (vinstramegin) og svo nokkrar góðar

Moli lúlludýr (hægramegin) svo nokkrar vel valdnar

Moli á ófáa vini heima á Íslandi eins og sjá má Þarna er hann með Aski, Jeltsín, Töru, Týru, Trítlu og Fróða bestastasta vini sínum en hann býr núna í Noregi

Þarna eru fleyri vinir úr tjúa göngu og svo auðvita Meeko (kattarvinur hans), Sól, Coco og Fannar Snær

Þá er það kærustupara myndir en Moli og Aris eru algjört par alveg yndisleg saman. og svo eru það vetrar myndirnar

Jóla vetrar myndir og svo nokkur Beauty shots ;D

Knúsar Fjóla og co

4 comments:

Anonymous said...

vá það er svo stutt í þetta!! ég er alveg að deyja ég hlakkar svo til! ég er einmitt að velja myndir núna sem ég ætla að prenta út svo ég geti farið að skrappa :) vúhú

kv
soltið mikið spennt frænka ;)

Anonymous said...

Ekkert smá mikið af Mola-myndum! Flott skrapp :)
Knúsar
A7

Helga said...

Flott skrapp hjá þér :D Fæ alveg sting í hjartað að sjá myndir að bestustu vinunum saman.
Á hvolpamyndunum er Moli nákvæmlega eins á litinn og Emma er núna!
Verður spennandi að sjá hvernig litaskiptin verða hjá henni! Kæmi mér ekki á óvart ef þau verða bara eins á litin, svei mér þá :D
Knúsar frá mér og Fróða og bráðum Emmu

Fjóla Dögg said...

Berglind: bara ef þú vissir hvað okkur hlakkar til að fá ykkur :D.

Helga: Ég fæ líka sting og var svona hálf sorgmæt þegar ég var að gera þessar sýður en vinirnir eiga sko skilið að vera hluti af bókinni hans Mola míns ekki spurning sérstaklega bestasti vinurinn.
Já ég vildi einmitt setja þesar myndir inn svo þú sægjir hvernig hann var á litinn. Ef þú skoðar hvolpamyndirnar með bræðrum hans sérðu hvað hann er dökk grár og svo verður hann ljósari og svo á endanum brúnn :D.
Vonandi verður Emma svona ;D