Friday, December 31, 2010

Davíð minn...

... átti afmæli í gær og er þá loksins búinn að ná mér þessi elska ;D. Við áttum dásamlegan dag sem byrjaði með morgunmat á IHOP. Við kíktum síðan í skólan hans Benjamíns og fékk Moli að koma með enda komin til Californiu þar sem hundar eru mjög velkomnir ;D. Það var rosalega gaman að fara og skoða skólann hans Benjamíns og fá að hitta Nópelsverðlauna hafann sjálfan s.s kennarann hans benjamíns ;D.
Við fórum svo í svona Mills mall eins og var hjá okkur í Virginiu (outlet Mall) og var það alveg rosalega gaman. tengdó gáfu Davíð jakkaföt, tvær skirtur og þrjú bindi, svo eitthvað sé nefnt, í afmælis gjöf og erum við bæði alveg í skýjunum en þið fáið vonandi myndir von bráðar af honum í gallanum ég ætla ekki að slýsa þeim nánar ;D.
Í Mallinu var svo Rain forest Café en við fengum okkur að borða þar afmælis matinn alveg rosalega gott allt saman :D.
í dag er gamlársdagur og ætlum við vonandi að reyna að fara í Mini Golf því það ereitthvað sem okkur langar held ég öllum að gera og svo er bara að undirbúa kvöldið en ég veit ekki hvort að Guðlaug og Linda vilji kíkja í búðir meira í dag hver veit ;D.
Annars höfum við það alveg rosalega gott og erum svo þakklát elsku Marisu og Jóni fyrir aðvera tilbúin að leifa okkur að fá að nota íbúðina þeirra. Meeko og Joy hafa tekið okkur mjög vel og er Meeko búin að velja Sveinbjörn sem sinn uppáhalds mann ;D. Mola fanst bara gaman að hitta kisurnar aftur og er nánast eins og hann hafi alltaf búið með þeim.
En ég hef það ekki lengra að þessu sinni. Bið bara algóðan Guð aðvera með ykkur á þessum seinasta degi ársins 2010 og bið heilla og hamingju á næsta ári :D.

Knúsar Fjóla og co

Jæja þarna er ég og "Ben" komin í skólan hans :D

Benjamín að sína okkur listir sínar ;9

Ég fékk hanska ;9

Guðlaug með öryggisgleraugunn ;D

Moli fékk að koma með en þarna erum við á ganginum fyrir utan ransóknar herberginn ÚÚÚ!!!!

KNÚSAR :D

Wednesday, December 29, 2010

Á leið til Californiu :D

Jæja við erum komin á Blotimor flugvöll og erum að bíða eftir því að fara inn í vél :D. Davíð og Benjamín náðu að framkvæma Guðs kraftaverk og komu öllu okkar dóti frá N.Y. í geymsuna sem við vorum með þannig að við þurftum ekki að kaupa nýja geymslu :D sem er gjörsamlega ótrúlegt en þið mynduð skilja mig ef þið hefðuð séð geymslua áður en þeir birjuðu að raða hún var nánast fullkomlega röðuð upp í topp ;S.
En núna erum við öll frekar þreytt og tilbúin að fara í vélina og komast til Californiu fyrir afmælið hans Davíðs :D.
Ég sendi bara knúsa og Guð veri með ykkur :D.

Fjóla og co

Moli og Davíð að keyra frá N.Y. til D.C. í gær :D

Tuesday, December 28, 2010

Planið...

... eins og staðan er núna er s.s. að við erum að fara öll til D.C.
á morgun (ef Guð lofar) og tökum þaðan flug þann 29. des til Californiu. Þetta er búið að vera endalaust vesen og mikið stress og mikið álag en við erum tæknilega séð búin að grafa bílin tvisvar út því það er búið að moka yfir hann tvisvar ;S.
Ég er núna að reyna að ná hita í mig en það er ÍÍÍÍSSSS kalt úti og við Davíð erum búin að vera að moka eins og vitleysingar með hjálp Benjamíns.
En það væri vel þegið ef þið mynduð biðja fyrir að veðrið haldist gott á mean við keyrum uppeftir en það er ekki lítið stess hérna í gangi :S.

Við sendum knúsa heim og biðjum Guð að vera með ykkur.

Fjóla og co

Monday, December 27, 2010

Nýjar fréttir...

... við erum enþá föst. Sveinbjörn komst ekki út á völl í morgun þar sem flugvéla lestin var lokuð :S. Við Davíð fórum út í búð áðan og fundum mikið af fólki sem var að moka og sem var pik fast en gatan sem Davíð þarf að keyra er ekki fær fyrir sumardekk og er í brekku.
Við erum hálf lost hvað á að gera en erum jafnvel að spá í að keyra bara öll til D.C. og taka flug þar því það er ekki góðar líkur hér út af því að það er búið að aflýsa svo mörgum flugum (var um 2000 í morgun).
En Davíð og Benjamín eru núna úti að moka frá bílnum og ætla ég að hlaupa út til þeirra núna til að hjálpa. En hér eru nkkrar myndir frá því í morgun.

Búið að moka okkar stíg

Moli minn var ekkert rosalega hress yfir þessu

Snjór alstaðar

gatan sem Davíð þyrfti að keyra eftir að hann er komin upp brekku sem er verri en þetta :S.

Fastur bíll

Moli að bíða eftir pabba sínum sem fór inn í búðina og mömmu sinni sem var að taka myndir

ég ;D

Knúsar og bænir kæmu sér vel nún :S.

FÖST!!!

Jæja það er ákveðið, fluginu okkar var aflýst :S.
Núna er Sveinbjörn á leiðinni út á JFK til að tala við American Airlines til að sjá hverjir möguleikarnir okkar eru. Strákarnir ætluðu að leggja afstað til D.C. í dag en þeir eru ekki að fara neitt :S. ÞAnnig að það þarf að fá nýja miða fyrir þá líklega líka, úff, úff, úfff.
En við reynum að horfa á björtu hliðarnar og gera eitthvað úr þessu öllu saman. Við hjónin og Moli ætlum út í búð að kaupa eitthvað í morgunmat en við erum náttúrulega búin að henda fult af mat þar sem við ætluðum að fara í dag en það verður að hafa það. En við fundum DVD kassan okkar þannig að við höfum myndir til að horfa á, þa ðer ekki búið að taka Wiiið niður þannig að við getum notað það og svo fengum við spil í jólagjöf sem hækt er að reyna að finna :S.
En ég hendi inn nokkrum myndum svona svo þið fáið smjörþefinn.
Njótið (vonandi betur en við)

Ég í gær þegar ég fór út með Mola að pissa

Davíð ný kominn inn eftir að hafa farið út og keyft kvöldmatinn með Sveinbirni, Benjamín og Guðaugu.

Moli tók á rás heim þegar hann sá göngustíginn

Kúka ;9

Kveðja héðan Fjóla og co

Sunday, December 26, 2010

26. desember

Þá er komið að því, við erum að fara að flytja :S. Í dag er pökkunar dagur en allt þarf að fara niður í töskur eða kassa. Davíð og tengda pabbi eru að ná í U Haul bílinn og svo er bara að byrja.
Ég er ekki farin að hlakka neitt rosalega til að pakka ökku niðu en það þarf víst að gera þetta.
Annars hafa jólin verið dásamleg. Í gær horfðum við að Christmas Carol sem ég fékk frá Kertasníki, við spiluðum Alias og Fibulfamb og átum á okkur gat af afgöngum og svo hangikjöti með uppstúf og alles ummm.....
Núna er ég að reyna ða skipuleggja í hausnum allt það sem þarf að pakka niður en ég er að vona að vergna þess að við erum þó nokkur hérna að þetta ætti ekki að taka allan daginn.
Á morgun erum við svo farin til Californiu :D ja eða allavegana ég, Guðlaug, Sveinbjörn og Lina en svo koma Benjamín og Davíð þann 28.
Annars þakka ég öllum hér með fyrir mig en ég er alveg í skýjunum yfir öllu því sem ég fékk og svo endalaust þakklát.
Guð veri með ykkur öllum og Gleiðileg jól :D.

Fjóla og co

Friday, December 24, 2010

24. desember Aðfangadagur jóla :D

kertasnikir.jpg (44273 bytes)

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Þá er dagurinn sem allir bíða eftir runninn upp :D. Við ætlum að hafa það huggó heima meðan við gerum matinn til, hlusta á samkomuna frá Fíladelfíu, horfa á jólamyndir og hlusta á jólatónlist.
Það verður nóg að gera enda fult af mat sem þarf að elda og undirbúa ;D.
Við fórum á skauta í gær í Central Park og VÁ hvað það var gaman :D ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi :D. Eftir skautana fórum við á Jekyll and Hyde og borðuðum.
Tengdó voru dugleg að taka myndir af okkur á skautunum þannig að ég læt þær fylgja með :D.
Annars vil ég bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og megi Guð gefa ykkur yndislega jólahátíð en það eru miklar saknaðar kveðjur héðan.

Ég soldið völt svona fyrst um sinn

Allt gengið

GAMAN!!!

ég og Davíð einhverstaðar þarna ;D

Við hjónin :D

Rómó á svellinu

Ég þorði svo að skauta ein þegar Davíð leifði pabba sínum aðeins að prófa :D

Guðlaug sæta mín

Sætu systkin ;D

og mæðginin en þau fóru að skoða vinnustaðinn hans Davíð þar sem Guðlaug og Linda höfðu aldrei farið

Við elskum ykkur og söknum svo mikið. Jóla KNÚÚS :D

Thursday, December 23, 2010

23. desember Þorláksmessa

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. -
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

Þá er bara einn dagur til jóla :D. Í gær fórum við og áttum Manhattan dag. Við kíktum í sameinuðu þjóðirnar þar sem Linda, Guðlaug og Sveinbjörn höfðu aldrei farið þangað :D. Við kíktum svo öll saman á jólatréið á Rockefeller Center og skautasvellið en planið er að fara kanski á skauta í dag :D.
Við Davíð stungum þó af í kringum hálf 7 þar sem ég þurfti að flytja fyrirlesturinn minn í náminu mínu en það var það allra síðasta sem ég átti eftir þennan áfanga YES!!!
Það er allt að detta saman en við Davíð erum að vonast til að hafa kósý dag heima, fara svo á skauta um svona 5 og koma svo heim og hafa kósý kvöld með góðri jólamynd og æðisleg heitum. Þetta er allavegana svona drauðurinn og vonandi gengur það upp :D.
Annars eru jólin alveg að koma en tíminn líður allt of hratt finst mér það er svo mikið sem á eftir að gera :S.
Við Davíð erum annars svo þakklát og svo glöð að hafa fjölskylduna (ja allavegana helminginn) hjá okkur yfir jólin en þetta hefur ekki verið auðvelt ár fyrir neitt af okkur og mikið stress og miklar áhyggjur sem hafa legið á herðum okkar allra þá sérstaklega á Lindu vegna mömmu sinnar. Ég vona bar svo sannarlega að Guð verði með okkur yfir jólin og hjálpi okkur að eiga frábær jól þrátt fyrir allar áhyggjurnar sem fylla huga okkar þessa dagana.
Við Davíð eigum góða að en það er alveg á hreinu að við værum ekki að fara til Californiu nema vegna þess að við eigum æðislega "tengda" foreldra sem hafa hjálpað okkur svo mikið og vilja allt fyrir okkur gera. Takk fyrir allt :).
Annars bið ég bara Guð að gefa ykkur öllum frábæra Þorláksmessu og vonandi borðið þið fult af skötu fyrir mig :D.

Nokkrar laufabrauðs myndir :D

humm...

Linda sæta tók sig vel út svona líka jólalega rauð og sæt :D

Davíð að steikja :D

Öll fjölskyldan saman komin fyrir hönd Íslands :D

HA??

Guðlaug sæta mín :D

Benjamín spekingur ;9

Linda :D

Sveinbjörn :D

Davíð minn svo flottur og fínn

og ég ;D



Og þá er það jólatréið ekkert smá flott en stjarnan efst er þakin Swarovski kristöllum sem er sko ekkert grín :S.
It´s so BIG!!!!

Guð veri með ykkur öllum heima og við sendum saknaðar kveðjur héðan.

Fjóla og co

Wednesday, December 22, 2010

22. desember

Ellefti var Gáttaþefur,
- aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

Þá er Linda mætt á svæðið :D. Allt gekk vel og erum við öll í gúddý þótt að það sé þröngt á þingi en við höfum haft gott skipulag á hlutunum ;D.
Í gær skárum við út laufabrauðinn frá pabba og mömmu og steiktum þau :D þannig að allt er að verða tilbúið fyrir jólin :D.
Í dag á svo að fara Manhattan túr og skoða einhverjar búðir og annað sem okkur langar að sjá þannig að það verður nóg að gera. Í kvöld er svo síma net fundur vil alla nemendurnar í bekknum mínum þar sem við erum öll að fara að ræða verkefnið sem við gerðum fyrr á önninni en þá er ég líka endanlega búin með áfangan minn :D.
Annars er ekkert nýrra að frétta en þetta ég set líklega inn myndir af laufarbrauðs skurði á morgun þar sem það er slegist um að nota tölvuna mína og netið þar sem netið í íbúðinni er alveg í hakki og virkar ekkert.
Ég sendi bara knúsa og kram :D.

Fjóla og co

Tuesday, December 21, 2010

Annað myndband :D

Myndband frá sýningunni :D


Myndband frá sýningunni í gær :D

21. desember

gluggagaegir.jpg (44424 bytes)

Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.

Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

Jæja Linda kemur í kvöld :D. Það er búið að vera erfitt fyrir hana og mikið álag en hún ætlar að koma en fer heim 26. des þannig að hún kemur ekki til Californiu.
Við fórum í gær á jóla sýningu í Radio City og var hún alveg hreint dásamleg :D. Ég skemmti mér kónunglega og hafði svo gaman af henni í alla staði :D.
Annars er ó vitað hvað við gerum í dag. Sveinbjörn er farin á fund og við erum hérna ein eftir heima að reyna að ákveða daginn. Ég held ég skelli Mola í jólabaðið í dag og geri hann fínan fyrir jólin enda ekki margir dagar í jólin :S.
En ég henti inn nokkrum myndum frá síðustu dögum.

Davíð minn í Brooklyn í fyrradag

Fanst þetta svo flott jólaskraut :D

Við Komin á sýninguna og Guðlaug tilbúin með gleraugun :D.

Við Davíð líka en það var smá partur af sýningunni sem var í 3D

Bræðurnir

Svo mættur the Rockettes

Dansandi bangsar :D


Gegjað flott enda atriðið en við erum að tala um alvöru úlvamda, kindur og asna :D

Allir sem tóku þátt í sýningunn :D

Knúsar Fjóla og co og Guð veri með okkur öllum.