Sunday, May 01, 2011

EUROVISION :D


AAAAAHHHHH Það er að fara að byrja :D!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég er að koma mér í Eurovision fílinginn og er að mynda mér skoðun á því hvað er mitt uppáhalds lag :D en ég er með nokkur.
Ég myndi segja að mín 10 uppáhalds séu Svíþjóð, Frakkland, Ítalía, Írland, Eistland, Bosnía og Hersegóvína, Litháen, Austurríki, Armenía ogBúlgaría. Ég get ekki gert upp hug minn hvort að mér finnist Danmörk og UK eiga skilið að vera á þessum lista eða ekki?!?!?!?!?!
Það sem mér finnst alveg trubblað er að Ítalía er að taka þátt eftir 13 ára hlé og eru þeir að koma sterkir inn með öðruvísi og vel samið lag :D.
Við Davíð verðum því miður á ferðalagi þegar undankeppnirnar eru en kanski náum við að horfa á þær... vonandi :S.
Ég er allavegana eitur spennt fyrir keppninni (eins og alltaf) og vona bara svo sannarlega að LENA vinni EKKI aftur, ég bara skil ekki hvað er svona frábært við hana :S.

Knúsar héðan Fjóla og co


4 comments:

Dagný said...

Nei nú ertu að grínast!

Sænska lagið er skelfilegt!!

Lagið sem var í öðru sæti hefði svoooooooooo miklu betur átt skilið að vinna og til að vonandi sannfæra þig um mál mitt.

Hér er video af "In the club" sem lenti í öðru sæti.

http://youtu.be/CfS_6QcPllk

Fjóla Dögg said...

Ég elska svona lög eins og þetta sænska en það sem er að því er söngvarinn hann er hræðilegur, en lagið er eitthvað sem Eurovision verður alltaf að hafa annars er það ekki Eurovision :D.
Ég er sammála þér að þetta lag er virkilega gott líka og söngvarin KLÁRLEGA söngvari eitthvað annað en sá sem syngur lagið sem fer út fyrir Svíþjóð en það hefði náttúrulega bara verið best að skipta um söngvara og fá þennan því hann kann líka að dansa :D. En hvernig er það ég var að horfa á Alla leið með Páli Óskari og þau bentu á það að það sjást aldrei neina bakraddir á sviðinu og í enda lagsins er hann með 6 dansara og með hönum meðtöldum eru 7 mans á sviðinu en samhvæmt Eurovisionreglum þurfa allir sem taka þátt í söngnum að vera á sviðinu og hvert atriði má ekki hafa meira en 7 mans, hvernig ætla Svíjar að leisa það???? Ég var líka að velta fyrir mér þessu með upphafsstefið það er gjörsamlega stolið frá Boney M :S.

Dagný said...

Hæhæ

Sorry að það tók mig svona langan tíma að svara en ég er ekki búin að vera mikið í því að skrifa hluti síðustu daga.

En já söngvarinn er hræðilegur og textinn er það versta sem ég hef heyrt lengi. En jú annars er lagið mjög Eurovision legt.

Þetta með 7 manns á sviðinu... ég hef bara ekki hugmynd um það. Ætli þeir endi ekki á því að fækka dönsurum eða eitthvað. Kæmi mér ekkert á óvart.

Og er það eitthvað nýtt hjá svíum að vera með lag sem hefur stolið parti úr öðru lagi?? Mér finnst það vera á hverju ári nánast haha...

Fjóla Dögg said...

Góður punktur ;D með að stela hluta úr lagi það er ekkert nýtt fyrir þða :D.
Já mér finnst nú samt textinn í hinu laginu ekkert rosalega mikið fjölbreyttari og það sem ég áttaði mig á er það að þegar ég var búin að hlusta á bæði löginn nokkrum sinnum þá gat ég ekki fyrir mitt litla líf munað hvernig lagið sem vann ekki var ég bara myndi nafnið en ég mundi alltaf hvernig hitt lagið var. Ég tel að það sé stór hluti af ástæðunni fyrir því að hinn vann.