Tuesday, May 10, 2011

8 af 10 rétt :D


Ég var með 8 lög af 10 rétt sem komust áfram :D og Ísland var ekki á meðal þeirra enda datt af mér andlitið þegar ég sá að við komumst áfram ég bara trúi þessu ekki enþá en rosalega er ég glöð að þeir komust áfram því það voru sko mörg MÖRG lög hræðilegri en okkar.
Þau lög sem ég spáði áfram og komust ekki voru Noregur (var alveg viss um að það kæmist áfram þrátt fyrir að ég ÞOLI ekki það lag) og Albanía. Ég trúi ekki að Ungverjaland hafi komist inn VÁ hvað það var hræðilega illa sungið, bara hálf vandræðalegt fyrir Ungverja :S.
En til hamingju Ísland og ÁFRAM Vinir Sjonna :D

3 comments:

Helga said...

Norðmenn voru alveg í sjokki yfir því að komast ekki áfram sko, held að flestir hafi veirð vissir um það. Mér fannst lagið alveg ok, en stelpan hélt ekki lagi, það var alveg vandræðalegt.

Fjóla Dögg said...

Mér datt í hug að Norðmenn myndu vera í miklu sjokki en lagið fanst mér alveg hræðilegt soldið eins og þriggja ára barn hafi samið það og já hún gat ekki sungið fyrir fimm aura :S.

Helga said...

Haha, hún samdi lagið sjálf svo það útskýrir kannski af hverju það vantaði ákveðna fágun í það :D