Saturday, May 14, 2011

ég er svo SPENNT!!!!!!!!


Ég bara get ekki beðið að sjá Eurovision á eftir :D. Fyrir mér þá held ég að þessi keppni verði mjög spennandi því það eru fult af lögum sem koma til greyna og margir með mismunandi skoðanir á hver á að vinna. Ég hef heyrt að Finnland, Danmörk, Írland, Svíþjóð, Bretland, Frakkland, Þýskaland og önnur lönd gætu alveg tekið þetta, þannig að fólk er ekki eins huga um hver er sigurvegarinn í ár... sem gerir þetta alltaf skemmtilegra ;D.
Ég held ég haldi mig áfram við Frakkland og spái því sigri en ég er alsekki viss um að ég verði sann spá, ég er t.d. skít hrædd um að Lena (Þýskaland) taki þetta aftur í ár þar sem flestir Evrópubúar eru undir álögum hennar sem ég greinilega er ónæm fyrir :S. Pabbi bennti mér samt á eitt sem ég vissi ekki að google er búið að vera að spá um úrslit Eurovision í einhver ár núna og hafa verið með sigurvegaran réttan í nokkur ár... og hvað segir google um að vinni??? Þeir setja Þýskaland og Írland í fyrstasætið :S og þar á eftir kemur wait for it... RÚSSLAND :S... OJ!!!!!
Ég segi það samt að ég held að Danmörk gæti huksanlega komið fólki á óvart og tekið þetta í ár og ég ætla að vera svo köld að segja að við Íslendingar gætum vel endað í topp 10 :S. Ég nefnilega held að þegar allir kynnarnir í öllum löndunum eru að kynna okkar lag verður sagan af laginu (Sjonna) það sem verður talað um þegar okkar lag kemur. Þetta gæti hent okkur nokkuð ofarlega. Ég allavegana er komin með fiðring og get ekki beðið að sjá keppnina :D.
En nóg með það annað í fréttum er það að við Davíð fórum í ræktina í morgun og vorum að koma upp á herbergi eftir að hafa fengið okkur morgunmat. Núna er Davíð að tala við fjölskylduna sína á skyp og ég að bíða eftir því að hann klári svo við getum farið að versla smá snakk fyrir keppnina :D.
En ég segi bara ÁFRAM FRAKKLAND, ÍRLAND, BOSNÍJA og HERSEGÓVÍNA, SVÍÞJÓÐ og dare I say it... ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!! :D

1 comment:

Mamma og Pabbi said...

Við vorum nokkuð ánægð með keppnina. Azerbajan fannst okkur mjög sterkt fyrst vinir okkar frá Írlandi náðu ekki lengra :-) Nokkuð gott!