Tuesday, May 10, 2011

Moli stunginn

Elsku litli Molinn okkar var stunginn af ljótum stórum geitungi í kvöld :S. Við vorum að fara út í búð og vorum rétt búin að taka nokkur skref þá byrjar Moli að láta skringilega og þegar ég fer að horfa á hann sé ég að það er geitungur hálfur út úr munninum á honum. Moli hafði verið að reyna að ná honum af sér og náði svo ekki að spíta honum út. Ég náði einhvernvegin að ná getungnum úr muninum hans og hljóp svo með Mola inn en hann var með broddinn fastan í löppinni.
Við fórum út í búð og keyftum handa honum krem til að lina sársaukan en hann er fyrst núna (1 og hálfum tíma eftir að þetta gerðist) byrjaðir að stíga smá í fótinn :S.
Núna liggur litli prinsinn og er að reyna ða kvíla sig eftir þetta allt saman en hann er dauð þreyttur enda fórum við líka á ströndina fyrr í dag. EN hér koma nokrar myndir til að þið sjáið hvað hann á bátt :S.

Svona lá hann með fótinn fyrir ofan haus sem er ekki eðlileg stelling fyrir hann og ég mátti helst ekki snerta fótinn

Svo sleikti hann og sleikti sárið

Hæerna sjáið þið svo hvar hann var stunginn :S

Kominn heim eftir verslunarferðina með sárabindi og krem undir því á sárinu. Pabbi hans rúllaði sundskýlunni sinni upp til að hann gæti látið fótinn sinn liggja á henni :S.

Við sendum bara knúsa héðan og Moli biður um batnaðar knús

Fjóla og co

3 comments:

Anonymous said...

My mommy's little orange kitty Annie was stung by a bee when she was trying to catch it. It stung her little lip and it was so cute and pathetic when it swelled up! Get better soon little Moli! Meeko and Joy say hi.

-Rissy

Helga said...

Stóóórt knús á Molann

Anonymous said...

Aumingja greyið - æææææi litli kúturinn - erfitt að sjá hann svona og geta ekki knúsað hann...
Klapp og bataknúsar frá okkur
A7